Útflutningur orku er hagkvæmari en sala hennar til álvera

Í dag kom Kjarninn út. Þar er grein eftir Gylfa Magnússon, fyrrum efnahags- og viðskiptaráðherra, þar sem hann fullyrðir að hæpið sé að olíuvinnsla muni borga sig hér við land. Nefnir hann til þess sannfærandi rök svo sem er nýja tækni til vinnslu olíu á landi, samdrátt í olíunotkun o.s.frv.

Þá er fullyrt í greininni að orkugeirinn geti skilað mun meiri arði með því að selja orkuna úr landi í stað þess að selja hana álverum.

Nú er ljóst að ekki er of mikið til að virkja sem hagkvæmt getur talist og leiddar voru að því líkur í Morgunblaðinu í grein sem nefnist "Kapallinn gengur ekki upp" að ýmislegt valdi því að jafnlangir sæstrengir og Íslendingar þurfa til útflutnings séu ekki hagkvæmir í rekstri. En Gylfi hefði þurft að styðja þessa fullyrðingu sína um útflutning orku. Hugsar hann sér að álverin verði lögð niður og sú orka, sem runnið hefur þangað, verði seld yfir Atlantsála? Er skýringin þá e.t.v. sú að Íslendingar hefðu þá betri stjórn á verðmynduninni?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ef það er rétt, þá eri álverin með sérstakan gjafa-díl.

Orkutapið á svona streng er nefnilega á við heilt álver.

Ásgrímur Hartmannsson, 4.9.2014 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband