Lífshætta - meistaraverk

Leikritið Lífshætta eftir Þóreyju Sigþórsdóttur, sem Útvarpsleikhúsið flutti í dag, er á meðal hins besta sem flutt hefur verið af íslensku efni um árabil – í raun meistaraverk.

Hljóðumgjörðin í skipsklefanum var mjög áhrifarík – niðurinn frá skipsvélinni og yfirtónar sem vitnuðu um hugarástand kvennanna.

Þótt greina mætti að Salóme, sem Jakobína Sigurðardóttir las úr smásögu sinni í útvarp fyrir rúmum 30 árum, væri hluti útvarpslestrar, truflaði það ekki á nokkurn hátt. Þórey spann þetta svo að úr varð ein samfelld heild.


Hið sama má segja um vinkonurnar í einbýlishúsinu. Þar var að vísu nokkuð um klifun, en hún jók aðeins á áhrifamátt frásagnarinnar. Þotuhljóðin voru sum dálítið skrýtin, en ekki verður fettur fingur út í þau.

Dómur undirritaðs er sá að hér sé um meistarasmíð fyrir útvarp að ræða. Til hamingju, Þórey og aðrir aðstandendur.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband