Ég get ekki orða bundist vegna einstæðra tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands fimmtudaginn 11. september.
Hámarki náðu þeir fyrir hlé er hljómsveitin flutti ásamt Víkingi Heiðari Ólafssyni fyrsta píanókonsert Beethovens sem var saminn árið 1801. Ég hef oft heyrt þennan konsert áður en aldrei í slíkum flutningi. Víkingur Heiðar lék þá kadensu sem Beethoven skrifaði fyrir píanóleikarann, þá þriðju við þennan konsert og þá lengstu. Nú er höfundur þessa pistils svo heppinn að sitja á 8. bekk eða 5 bekkjum frá sviðinu og nokkurn veginn fyrir miðju. Píanókonsertinn er ekki með þunga hljóma eins og sum nýrri verk. Ég heyrði hvernig tónarnir þyrluðust um hljóðfærið, fram og aftur, aftur og fram og stundum í einni alls herjar bendu! Hvílík upplifun! Sálin hvarf úr líkamanum og sveimaði um nokkurt skeið frjáls um eldborgina á meðan Víkingur Heiðar þyrlaði hljómunum um hljóðfærið Við upphaf 2. kafla konsertsins lenti hún mjúklega og skreið á sinn stað, en unaðurinn hélt áfram. .
Ég sagði Víkingi Heiðari að ég hefði velt fyrir mér hvort flyglar, smíðaðir um 1800, hefðu þolað þennan rokna flutning og taldi hann það af og frá.
Víkingur Heiðar lék á allar þær tilfinningar sem hrifning getur laðað fram og hljómsveitin og Pieter Inkinen, hljómsveitarstjóri stóðu sig með stakri prýði.
Það var sem hljómurinn í Eldborg væri meiri en oft áður og velti ég fyrir mér hvort breytt hefði verið um stillingu á salnum.
Sem sagt: unaðsleg upplifun!
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Menning og listir, Tónlist | 14.9.2014 | 15:29 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.