Nýi Landsspítalinn á Vífilsstaði og sjúkraflug til Kefvalíkur

Sjálfsagt er hægt að höggva á þennan hnút með augljósum hætti. Nú hefur Bjarni Benediktsson sagt að nýr landsspítali verði reistur. Þar sem miðja höfuðborgarsvæðisins hefur flust suður á bóginn er rétt að nýi Landsspítalinn verði settur niður á Vífilsstöðum. Með því fæst þrennt:

1. Spítalinn flyst nær miðjunni.

2. Keflavíkurflugvöllur verður fýsilegur kostur.

3. Hægt verður að þétta byggðina í Reykjavík með því að byggja íbúðar- og atvinnuhúsnæði í Vatnsmýrinni.


mbl.is Þjóðin ákveði framtíð flugvallarins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sirkilmiðja búsetu á höfuðborgarsvæðinu er í brekkunni frá Krónunni ó Lindahverfinu í áttina að Lindakirkju.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 6.11.2014 kl. 00:39

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þú veist væntanlega hversu langt er niður á fasta jörð á flugvallarsvæðinu ? Þar eru frá 4-10 metrar niður á fast og meira og minna allt mikil mýri þannig að það er skelfilega dýrt að byggja íbúðir þarna - yrðu sennilega dýrustu grunnar húsa í sögu Íslands ef af yrði.

Af hverju byggja ekki þeir sem vilja eiga heima þarna mun ódýrar með því að fylla upp Löngusker ? au standa mikið upp úr hafinu og hræódýrt að byggja þar hverja byggingu í samanburði við flugvallarsvæðið.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 6.11.2014 kl. 00:56

3 identicon

Flytja kyrkjugarðinn bæði gamla og þennann utan í Öskjuhlíðinni til Grindavíkur. Þá fengi þetta 101 pubbalið fullt af plássi til að byggja yfir sig í göngufæri við pöbbana, en það er jú aðalmálið.

Karl (IP-tala skráð) 11.11.2014 kl. 13:15

4 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Karl - ég held að þú hafir hitt naglann á hö0fuðið -  þeir þurfa göngufæri á pöbbinn og kaffi latte-ið sitt og tíma ekki að borga leigubíl eins og við pupullinn.

Já svo er ódýrt að byggja hús á Lönguskerjum.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 12.11.2014 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband