Ástæða er til að hafa áhyggjur af siðferði stjórnmálamanna hér á landi hvar sem þeir eru í flokki. Þyngstan dóm fá þó núverandi og fyrrverandi stjórnarflokkar.
Síðustu atburðir sýna svo að vart verður um villst að menn eru enn við sama heygarðshornið og hafa ekkert lært af hruninu og skýrslu Alþingis. Forstöðumenn ríkisstjórnarinnar hafa virðingu Alþingis að engu í stað þess að fresta áður boðuðum fundi.
Innanríkisráðherra, sem áður fór einnig með dómsmál, hyggst sitja áfram og nýtur til þess stuðnings formanns Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra. Þótt vissulega sé dýrmætt að meintur sökudólgur hafi játað sök, leysir það ráðherrann ekki frá þeirri ábyrgð sem hún ber. Þótt hún telji að hún hefði átt að fara öðruvísi að er ábyrgðin enn hin sama.
Aðdragandi kosninganna árið 2012 var með ólíkindum. Þá lét Hanna Birna gera skoðanakannanir um fylgi sitt og Bjarna Benediktssonar. Þá voru nöfn stuðningsmanna hennar nefnd, sem aðstoðuðu við þetta tiltæki.
Þegar lekamálið hófst brást ráðherra við með ásökunum um pólitískar ofsóknir, dró rannsóknaraðferðir lögreglunnar í efa og veittist að umboðsmanni Alþingis. Ýmislegt bendir jafnvel til að hún hafi ekki sagt allan sannleikann um samskipti sín og fyrrum lögreglustjórans í Reykjavík. Þá fengu blaðamenn DV og annarra fjölmiðla á baukinn og Morgunblaðið tók jafnvel þátt í þeim leik.
Nú slá þeir Bjarni og Sigmundur skjaldborg um ráðherrann og forsætisráðherra lætur jafnvel hafa eftir sér að menn viti við hverju megi búast frá umboðsmanni Alþingis. Þannig er reynt að varpa rýrð á þetta mikilvæga eftirlitsembætti.
Það sýður á almenningi vegna þessa máls. Orð og athafnir ráðherranna gætu orðið til þess að upp úr syði. Þegar fólk hefur málað sig út í horn brestur það einatt dómgreind til að sjá að hverju stefnir. Það hafa flestir reynt á eigin skinni. Ætli innanríkisráðherra sér að eiga pólitíska framtíð síðar á ævinni hlýtur hún að afsala sér ráðherrastöðu og jafnvel þingmennsku. Þá yrði reisn hennar nokkur.
Sigmundur sakaður um óvirðingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 13.11.2014 | 14:46 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.