Eru villur í nýrri uppfærslu Google Maps?

Leiðsagnarforrit eru vinsæl í snjallsímum. OVI-forritin frá Nokia voru og eru e.t.v. enn þau áreiðanlegustu á markaðinum, en sagt er að Google Maps fari óðum batnandi.

Notendur Android-síma hafa sjálfsagt orðið varir við að eftir að nýjasta uppfærslan barst í símana virðist Googlemaps ekki finna heimilisfang ef íslenskir stafir eru í götuheitinu. Þannig finnur forritið ekki Þórunnartún 2, Sörlaskjól 78 og Svöluás 21, en sé húsnúmerunum sleppt finnast göturnar. Þetta hefur síðan áhrif á forrit sem nýta sér Google Maps eins og WalkyTalky og Pointfinder sem eru sérstaklega hönnuð handa blindu fólki.

Garmin-forritin eru í sérflokki, en þau eru sennilega ekki aðgengileg fyrir Android-síma þótt því sé haldið fram að þau megi hala niður af Playstore. Hins vegar eru sagnir um að hægt sé að nota snjallsímana í tengslum við GPS-tæki með því að samtengja þau með blátönn.

Fróðlegt væri að fá athugasemdir við þennan pistil frá fróðu hugbúnaðarfólki eða notendum sem kunna skil á þessum efnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Ég er nú ekki sérstaklega fróður um þessi efni, en get sennilega fengið upplýsingar. Á reyndar Nokia snjallsíma (ódýran, sem notar Windows stýrikerfi)og "Caledos Runner" appið í honum notar að ég held GPS því að ég fæ nákvæmar upplýsinar um leiðina sem ég hef farið og þ.h. eftir að ég hef farið í gönguferð og notað það.

Kveðja

Sæmundur 

Sæmundur Bjarnason, 10.12.2014 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband