Meðfylgjandi bréf var sent Eytló Harðardóttur 13. Desember síðastliðinn.
Komdu sæl, Eygló,
Ég gekk úr Framsóknarflokknum árið 1998 vegna þess að mér blöskraði hvernig Halldór Ásgrímsson lét hafa sig til að gerast taglhnýtingur Sjálfstæðisflokksins til óhæfuverka í sambandi við Öryrkjabandalag Íslands, Írak o.fl. Síðan átti þetta enn eftir að versna þegar Framsóknarþingmenn aðrir en Jón Kristjánsson greiddu atkvæði með Öryrkjadómslögunum á Alþingi í janúar 2001.
Eftir það kaus ég ekki Framsóknarflokkinn fyrr en vorið 2013. Var það fyrst og fremst vegna þess að þú varst í framboði í mínu kjördæmi og ég taldi þig og tel reyndar enn á meðal okkar frambærilegustu stjórnmálamanna. Ég hafði reyndar talað við þig í síma vegna tiltekins máls sem snertir atkvæðagreiðslur á Alþingi og þú varst ásamt Pétri Blöndal eini þingmaðurinn sem ræddi við mig af heilindum.
Þess vegna kom mér það gríðarlega á óvart að þú skyldir taka þátt í aðförinni að Ríkisútvarpinu, en Sjálfstæðisflokkurinn hefur leitast við aftur og aftur að reita af því fjaðrirnar. Morgunblaðið hamast gegn Ríkisútvarpinu meira en nokkru sinni og skilur ekki mismuninn á því og einkareknum fjölmiðli sem er undir pilsfaldi soðningaríhaldsins, eins og Oddsteinn Friðriksson kallaði sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum.
Flestir sem ráðast nú að ríkisútvarpinu hafa ekki hugmynd eða litlar hugmyndir um hvað útvarp er og hvernig útvarpsefni er útbúið. Einnig virðist skorta mjög skilning á því hvað virkur samfélagsmiðill er.
Þeir vita heldur ekki eða vilja ekki vita hvað hlutlægni er heldur telja allt, sem þeim fellur ekki, bera vott um hlutdrægni. Þar er forsætisráðherra vor einna verstur og hagar sér hreinlega einatt eins og krakki!
Þú hefur tækifæri og þið framsóknarmenn til að sjá að ykkur í ýmsum málum og þar á meðal því máli að láta útvarpsgjaldið renna óskipt til stofnunarinnar. Ég man ekki betur en þið hafið á sínum tíma greitt því götu að stofnunin yrði gerð að opinberu hlutafélagi þótt hægt hefði verið a breyta lögum um útvarpið þannig að stofnunin hefði vissan aðgang að auglýsingamarkaðinum.
Ég held að öryrkjar, aldraðir og aðrir, sem standa höllum fæti í samfélaginu, eigi sér liðsmann þar sem þú ert. Ég vona að svo sé enn og að þú sjáir að þér í Ríkisútvarpsmálinu og farir fram með sjálfstæðar skoðanir. Nú hef ég ekki kannað aldur þinn, en sem Vestmannaeyingur mættirðu muna hvernig Ríkisútvarpið reyndist Vestmannaeyingumárin 1973-74. Hvaða einkarekinn miðill heldurðu að hefði staðið slíka vakt eða myndi gera það með jafnmiklum glæsibrag og Ríkisútvarpið gerði?
Ef þið greiðið götu Sjálfstæðisflokksins og ráðist að Ríkisútvarpinu verður það öðru sinni sem slíkt gerist. Fyrir rúmlega hálfri öld átti Ríkisútvarpið framkvæmdasjóð og stóð til að nota hann til byggingar útvarpshúss. Stjórnvöld fengu sjóðinn að láni og endurgreiddu aldrei.
Gangi þér allt í haginn í störfum þínu og hafðu samviskuna en ekki flokksforystuna að leiðarljósi. Við spilum í sama liði, sagði ung þingkona Framsóknarflokksins þegar flokkurinn tók þátt í aðförinni að Öryrkjabandalaginu árið 2001. Hún dansaði eftir höfðinu eins og limirnir. Þú hefur alla burði til að verða ekki eins.
Bestu kveðjur,
Arnþór Helgason
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 17.12.2014 | 13:10 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.