Illa undirbúnir ţáttastjórnendur - varasöm dćgurmálaumrćđa

Dćgurmálaumrćđa útvarpsstöđvanna í beinni útsendingu tekur á sig ýmsar myndir og mótar skođanir sumrahlustenda. Ţar skiptir miklu ađ stjórnendur séu vel undirbúnir. Talsvert ţótti skorta á ađ stjórnandi umrćđunnar í Kastljósi Ríkisútvarpsins í gćr réđi viđ hlutverk sitt. Hiđ sama má segja um talsmann múslíma í ţćttinum. af vörum beggja féllu ýmis ummćli sem betur hefđu veriđ ósögđ.
Í gćr átti ég tal viđ Íslending nokkurn. Skiptumst viđ á skođunum um reynslu okkar af samstarfi viđ múslíma. Vorum viđ sammála um ađ ţar leyndist margur gimsteinninn eins og međal allra trúarhópa, ţar sem margur gimsteinn glóir í mannsorpinu eins og Bólu-Hjálmar orđađi ţađ.
Viđmćlandi minn sagđist ţó vera á sömu skođun og hlustandi nokkur, sem fannst ađ Múslímar ćttu ekki a fá ađ reisa hér mosku á međan ađrir trúarhópar mćttu ekki reisa kirkjur í múslímalöndum.
Hér er um mikla fáfrćđi og alhćfingu ađ rćđa. Víđa hafa múslímar og ýmsir trúarhópar búiđ í sátt og samlyndi og gera sem betur fer enn. Ţar eru bćđi moskur og kirkjur. Má ţar nefna lönd eins og Palestínu, Egyptaland, Tyrkland og Sýrland, en ţar eru Assiríngar kristnir. Nú er ađ vísu ţrengt ađ ţeim. Hiđ sama gildir um Írak.
Múslímar á Íslandi eru ekki íbúar landa eins og Saudi-Arabíu ţar sem önnur lögmál kunna ađ gilda. Ţess vegna hlýtur ađ fara um trúarbyggingar ţeirra eins og kristinna söfnuđa sem vilja koma sér upp kirkju.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband