Fyrir skömmu birtist í Morgunblaðinu grein sem nefnist Kapallinn gengur ekki upp þar sem leiddar voru líkur að því að ágóði af rekstri sæstrengs yfir til Bretlands, sem flytti rafmagn, yrði takmarkaður eða jafnvel enginn. Og nú birti Morgunblaðið í dag þessa frétt sem Helgi Bjarnason skrifaði:
Sá tími nálgast, með sömu þróun í sölu á roforku og virkjun hennar, að raforkan í landinu verði uppseld. Það myndi hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir heimili og atvinnurekstur í landinu.
Hæg en stöðug aukning hefur verið í heildarraforkunotkun í landinu. Lítið bætist við framboðið því ekki er mikið virkjað. Orkukaupendur verða varir við að samkeppni er ekki mikil um að bjóða fram raforku og verðið fer hækkandi. Dæmi um það eru breytingar Landsvirkjunar á skilyrðum fyrir afhendingu á ótryggðri orku sem leiðir að óbreyttu til hækkunar á orkukostnaði fiskimjölsverksmiðjanna. Annað dæmi er minnkandi áhugi orkufyrirtækjanna á útboði Landsnets á orku til að mæta flutningstöpum á þessu ári. Aðeins tvö orkufyrirtæki buðu fram orku og þó ekki næga og verðið reyndist 23% hærra en á síðasta ári. Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, segir að verðhækkunin hljóti að sýna minni samkeppni, að samkeppni um söluna dragi verðið ekki lengur niður.
Megnið af framboðinni orku kom frá Landsvirkjun, eitthvað frá Orkuveitu Reykjavíkur en HS Orka tók ekki þátt. Guðmundur segir að einhverjar aðstæður hafi verið að breytast á markaðnum.
Landsvirkjun hefur selt allt
Björgvin Skúli Sigurðsson, framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun, segir að gagnaver og annar iðnaður um allt land hafi verið að bæta við sig og almenn umsvif, svo sem í ferðaþjónustu, kalli á aukna raforkunotkun. Landsvirkjun hafi haft ákveðið svigrúm en nú sé að koma að þeim tímapunkti að raforkan verði uppseld.
Með samningum við kísilver hefur Landsvirkjun lokið við að selja þá orku sem hún átti fyrirliggjandi. Björgvin segir ekki hægt að fullyrða hvenær virkjuð orka í landinu verði uppseld en farið sé að styttast í það.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 12.1.2015 | 08:02 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 319697
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.