Í krafti sannfæringar, ævisaga Jóns Steinars Gunnlaugssonar, fyrrum hæstaréttardómara, rituð af honum sjálfum, kom út í haust. Að loknum lestri hennar sendi ég höfundi eftirfarandi bréf, en sagan er bæði einlæg og á köflum óvægin, enda talar höfundurinn enga tæpitungu.
Sæll, Jón Steinar,
Ég hef nýlokið við að lesa ævisögu þína og þótti mér hún hin merkasta bók - reyndar svo viðamikil og athyglisverð að ýmislegt í henni krefst nánari skoðunar við tækifæri. Bókin er margslungin eins og Njála og við lesturinn koma í hugan sífellt nýjar myndir og þankar.
Það er alllangt síðan ég fór að fylgjast með ferli þínum. Eins og gengur og gerist var ég mishrifin af ýmsu sem þú lést frá þér fara á fyrri árum. Stundum held ég að umfjöllun fjölmiðla hafi mótað skoðanir mínar og viðbrögð, en greinar þínar, einkum í Morgunblaðinu, leiðréttu sumt.
Athyglisverðar þykja mér frásagnir þínar af Hæstarétti. Ég hafði ímyndað mér að þar hefði ýmsu þokað áleiðis frá því sem var um miðja síðustu öld. Þegar ég tók að fylgjast með sem barn og unglingur á 7. áratug síðustu aldar virtist mér einatt sem Hæstiréttur dæmdi stundum út frá pólitískum forsendum og kunningskap en af sanngirni og raunverulegum málsástæðum. Faðir minn, Helgi Benediktsson, fékk fjölda mála fluttan fyrir Hæstarétti. Sum unnu lögmenn hans en önnur ekki. Síðasta málið fór þannig að honum var dæmt í hag en málskostnaður látinn niður falla og varð það ásamt ýmsu til þess að fjárhagur hans og fjölskyldunnar beið nokkurn hnekki.
Það olli mér því vonbrigðum þegar dómur Hæstaréttar 19. desember 2000 í öryrkjamálinu varð eins og véfrétt og allt, sem á eftir fór næstu vikurnar varð eins og hin versta martröð. Þá veldur það vissulega áhyggjum að ástandið sé eins og þú lýsir því. Ég ímynda mér að tillögur þínar um breytingar á réttinum séu einna best til þess fallnar að breyta honum.
Ég dáist mjög að einurð þinni og tryggð við lífsgildi þín og óska þér alls hins besta í baráttunni fyrir auknu réttlæti.
Bestu kveðjur,
Arnþór Helgason
Svar Jóns Steinars
Sæll Arnþór.
Kærar þakkir fyrir þessa orðsendingu.
Hún er mér mikils virði.
Mest er síðan um vert að menn sameini krafta sína til að gera það til endurbóta sem unnt er.
Kannski fyrst og fremst fyrir börnin okkar.
Endurteknar þakkir og megi þér vel farnast.
Jón Steinar
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.