Vatnsskarðsskrímslið í lifandi landslagi o.fl.

Þrennt er mér hugstætt nú í morgunsárið.

1. Í gær byrjaði ballið í snjalla farsímanum mínum. Alls konar auglýsingar hrúguðust inn og upplýsingar um fólk sem ég hef átt samskipti við. Einn var staddur á Kaffitári og annar eihvers staðar annars staðar. Ég ákvað því að skrá mig út af Fésbókinni og vera ekki sítengdur til að forðast þessar upplýsingar.

2. Í morgun var kynnt smáforritið Lifandi landslag með þjóðlegum fróðleik úr Skagafirði. Verður forritinu hleypt af stokkunum á sæluviku Skagfirðinga. Vonandi verður það gert aðgengilegt öllum. Kynningin hófst á þjóðsögunni um Vatnsskarðsskrímslið. Það er til og gengur ljósum logum. Árið 1995 fórum við hjónin hjólandi norður á Akureyri. Gekk sú ferð að mestu áfallalaust. Á vatnsskarðinu var ný olíumöl og hámarkshraði 50 km. Þar sem við vorum á leið niður skarðið á u.þ.b. 45-50 km hraða á hjólinu brussaðist fram úr okkur jeppi á miklum hraða og jós yfir okkur grjóti. Var það óþægilegt. Þarna var vafalítið Vatnsskarðsskrímslið á ferð í gervi skagfirskrar stúlku á jeppa.

3. Í morgun sá ég í fyrsta skiptið orðið "fótnótu" á síðum Morgunblaðsins. Hingað til hefur fyrirbærið verið kallað neðanmálsgrein.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband