Kjarninn er án vafa orðinn einn áhrifamesti fjölmiðill landsins. Í morgunpósti Kjarnans birtust þessar vangaveltur.
Þegar Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, og Halldór Ásgrímsson, þáverandi
utanríkisráðherra, ákváðu upp á sitt einsdæmi að setja Ísland á lista hinna staðföstu þjóða til stuðnings hernaðaraðgerðum bandamanna í Írak á vordögum árið 2003, mætti ákvörðunin mikilli gagnrýni í samfélaginu og á hinu háa Alþingi. Ekki síst fyrir þær sakir að ákvörðunin skyldi ekki hafa verið borin undir utanríkismálanefnd þingsins, og þar fór þingmaður stjórnarandstöðunnar að nafni Össur Skarphéðinsson mikinn.
Sami Össur ákvað svo nokkrum árum síðar, þegar hann var sjálfur orðinn utanríkisráðherra, nánar tiltekið árið 2011, að undirrita reglugerð um þvingunaraðgerðir gegn Líbýu án þess að spyrja kóng né prest og hvað þá utanríkismálanefnda Alþingis. Og viti menn, ákvörðun Össurar var harðlega gagnrýnd.
Gunnar Bragi Sveinsson, núverandi utanríkisráðherra, hefur meðal annars vísað til ofangreindra dæma til að réttlæta nýlega ákvörðun sína að bera ekki, að svo er virðist að minnsta kosti, máttlausa tilraun sína til að slíta viðræðum við Evrópusambandið. Víst Davíð, Halldór og Össur höfðu ekki fyrir því að hafa utanríkismálanefnd þingsins með í ráðum, af hverju í ósköpunum skyldi hann þá gera það?
Pæling Kjarnans: Er það boðlegt að vísa til gagnrýniverðra og umdeildra vinnubragða í fyrndinni til að réttlæta gagnrýniverð og óboðleg vinnubrögð í dag? Eru umdeildar ákvarðanir vel til þess fallnar að réttlæta fleiri umdeildar ákvarðanir? Er slík röksemdarfærsla líkleg til að setja gott fordæmi íslenskri stjórnmálamenningu til heilla?
Það er ekki lengur nokkrum vafa undirorpið að niðurlæging Alþingis er orðin alger. Þar tíðkast varla rökræður heldur ofbeldisstjórnmál. Ýmsir liðir eins og athugasemdir við stjórn forseta eru notaðir til þess að tefja störf þingsins með þrasi og þrætubókarlist sem litlu skilar. Mál eru tekin í gíslingu með málþófi og virðist þar enginn stjórnmálaflokkur öðrum skárri.
Á meðan siðferði þingsins er ekki meira en þetta þarf enginn að velkjast í vafa um réttmæti þess að ríkisstjórnin laumist til þess að óska eftir því við Evrópusambandið að Ísland verði tekið af lista umsóknarríkja.
Óheilindi og blekkingar stjórnarandstöðunnar, sem leikur með í spillingunni, birtast síðan í þeirri staðreynd að nú hefur verið lögð fram þingsályktunartillaga um að umræðum um aðild skuli haldið áfram. Vinstri grænir, sem eru á móti aðild, taka þátt í hráskinnaleiknum af engu minni ástríðu en Samfylkingin.
Greinilegt er að siðbótar er þörf á Alþingi. Beita þarf breyttum aðferðum og meiri aga en hingað til. Það eykur raunverulegt lýðræði og hindrar lýðskrumið sem nú er stundað á Alþingi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 19.3.2015 | 08:21 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 319697
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.