Útvarpsleikhúsið hóf í dag að flytja leikgerð bókarinnar Elsku Míó minn eftir Astrid Lindgren í nýrri þýðingu Þórarins Eldjárns.
Það er skemmst frá því að segja að útvarpsgerðin er frábær. Einar Sigurðsson sá um tækni og Kolbrún Halldórsdóttir leikstýrði. Hljóðheimurinn var að mestu sannfærandi. Þó hefði mátt breyta öðru hverju hófataki hestsins sem Míó reið, t.d. þegar hann þaut yfir brúna. Rafhljóð, sem mynduðu dulúð verksins, voru hæfileg og náttúruhljóðin vel af hendi leyst.
Þá er ástæða til að hrósa börnunum sem taka þátt í flutningnum og Þórhalli Sigurðssyni sem lék brunninn af stakri snilld.
Í lokakynningunni varð leikstjóra á. "Útvarpsleikhúsið flutti Elsku Míó minn eftir Astrid Lindgren, fyrsti hluti". Þarna hefði betur farið á að nota þolfall, fyrsta hluta. Svona fer íslenska fallakerfið smám saman halloka fyrir enskum áhrifum og útvarpsfólk er ekki lengur fært um að veita mótspyrnu.
Þulir fyrri tíðar hefðu væntanlega orðað þetta þannig: "Útvarpsleikhúsið flutti fyrsta hluta .... o.s.frv.
Leikverkið og flutningur þess fær fullt hús stiga, en þulurinn féll á prófinu í lokin.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Menning og listir | 3.4.2015 | 17:53 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 319774
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.