Framsóknarflokkurinn, elsti stjórnmálaflokkur Íslands, er kominn með öldrunarheilkenni sem kemur æ oftar í ljós. Er hér um að ræða vænisýki og vott af ofsóknarbrjálæði sem birtist er síst skyldi.
Alkunnugt er hvernig Framsóknarmenn hafa fjallað um meintar ofsóknir á hendur sér í fjölmiðlum og um tíma var Fréttastofa Ríkisútvarpsins jafnvel lögð í einelti. Fyrir nokkru hafði einn þeirra orð á því að Kjarninn væri genginn í lið með Samfylkingunni og gengi nú erinda hennar gegn Ríkisstjórninni.
Í dag birti Ríkisútvarpið viðtal við gunnar Braga Sveinsson, utanríkisráðherra, þar sem hann taldi vafasamt að formaður BHM ynni af heilindum að kjarasamningum, enda væri hann fyrrum þingmaður og framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar.
undirrituðum varð ærið brugðið við þessa yfirlýsingu. Ætíð er það svo að einhverjir einfeldningar ganga erinda flokks síns á vetvangi félaga eða samtaka sem þeir starfa fyrir. Ég hygg þó að það sé fátítt á seinni árum að slíkt gerist. Samtök eins og ASÍ, BSRB, BHM og hin ýmsu stéttafélög í landinu eru með innan sinna raða fólk úr öllum flokkum og fylkingum. Lýðræðislegt kjör forystunnar ætti því að koma í veg fyrir að ákveðnir flokksgæðingar beittu hagsmunasamtökum í blóra við meginþorra félagsmanna.
Á tímabili voru tveir forystumenn samtaka Öryrkja, Öryrkjabandalags Íslandsog Sjálfsbjargar, í Framsóknarflokknum. Annar lést langt fyrir aldur fram en hinn sagði sig úr flokknum 1. desember 1998. Sjaldan held ég að þeir hafi verið vændir um að ganga erinda ákveðins flokks í kjarabaráttu fatlaðra. Hins vegar kom það sér einatt vel að þeir áttu greiðan aðgang að ríkisstjórnum sem sátu fram yfir 1990, en frá og með myndun Viðeyjarstjórnarinnar syrti heldur í álinn. Engu virtist breyta þótt þessir Framsóknarmenn hyrfu af vettvangi baráttunnar. Þótt annar þeirra birtist aftur um stundarsakir um síðustu aldamót skipti engu þótt hann stæði utan flokka. Hann vann að kjaramálum öryrkja af heilindum en þurfti þess í stað að þola óheilindi fyrrum flokksfélaga sinna sem sviku gefin loforð fyrir kosningarnar 2003 og Framsóknarmenn hafa ekki séð ástæðu til að efna þau síðar.
Framsóknarmenn eru ekki yfir gagnrýni hafnir og vafalaust ekki verkalýðshreyfingin heldur. En það má teljast nokkur einfeldningsháttur utanríkisráðherrans ef hann ímyndar sér að forystumenn samtaka launamanna gangi erinda einhvers flokks með það að markmiði að knésetja einhvern stjórnmálaflokk. Með slíkum ummælum blæs hann í glæðurnar og eykur enn á það ófriðarbál sem nú ríkir á vinnumarkaðinum.
Að tala er silfur, en þegja er gull, Sagði Helgi Benediktsson iðulega. Utanríkisráðherran ægi að velta þessu spakmæli fyrir sér áður en hann gefur út næsti yfirlýsingu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 7.6.2015 | 22:10 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 319774
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.