Miðsumarhátíð Víkings Heiðar - hvílík snilld!

Í gærkvöld lauk miðsumarshátíðinni sem Víkingur Heiðar Ólafsson, slaghörpuleikari, stóð fyrir í fjórða skipti. Hátíðin var fjölbreytt og með ólíkindum hvað fólki gafst kostur að velja um.
Ég átti þess kost að hlýða á upphafstónleikana í útvarpi austur á Stöðvarfirði og við Elín sóttum lokatónleikana í gær. Hvílík snilld sem borin var á borð!
Umbúnaður var allur hinn vandaðasti og kynningar Oddnýjar Höllu Magnúsdóttur til fyrirmyndar.
Ekki skulu lofaðir einstakir listamenn. En Víkingur Heiðar, sem ber höfuð og herðar yfir aðra íslenska slaghörpuleikara að þeim ólöstuðum, sýndi á hátíðinni hversu fjölhæfur hann er.
Öllum aðstandendum, hljóðfæraleikörum sem hönnuðum og skipuleggjendum eru fluttar einlægar hamingjuóskir með hátíðina með von um að þjóðin fái meira að heyra á næstu árum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband