Óratórían Salómon, stórkostlegur listsigur í Hallgrímskirkju

Mótettukór Hallgrímskirkju ásamt einsöngvurum og Den Haag barroksveitinni frumfluttu stórvirki Händels, Salómon undir stjórn Harðar Áskelssonar.
Ekki er of sterkt til orða tekið þótt sagt sé að um stórfelldan listsigur hafi verið að ræða. Flutningurinn var bæði áhrifamikill og einkar fágaður. Þýskur sendifulltrúi fullyrti að tónleikarnir væru á heimsmælikvarða og höfundur þessa pistils heldur því fram að þetta séu bestu tónleikar sem hann hefur sótt það sem af er þessari öld.
Enginn tónlistarunnandi ætti að láta þennan einstæða viðburð framhjá sér fara. Á morgun, sunnudaginn 16. ágúst, verður óratórían flutt öðru sinni.
Öllum aðstandendum eru fluttar einlægar heillaóskir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband