Magnaður flutningur á Orgelkonsert Jóns Leifs

Það var magnað að hlusta á flutninginn á Orgelkonserti Jóns Leifs á Proms áðan. Netútsending BBC var til svo mikillar fyrirmyndar að hljóðgæðin nutu sín til fulls í góðum heyrnartólum. Mikið væri þess óskandi að Ríkisútvarpið gæti verið með jafngóðar útsendingar á vefnum. Eins og reynslan hefur verið tel ég víst að alls konar yfirtónar rugluðu hljóminn í útsendingunni. Þetta sárnar sumum Seltirningum vegna þess að hlustunarskilyrðin eru hér ekki upp á hið allrabesta og því viljum við hlusta beint af netinu.
Flutningi konsertsins var gríðarlega vel tekið. Í útsendingunni - og e.t.v. hefur það verið svo í salnum - kaffærði orgelið stundum hljómsveitina. Það gerðist reyndar einnig í Hallgrímskirkju hér um árið, þegar Björn Steinar Sólbergsson flutti konsertinn. Undirritaður var svo heppinn að sitja á 3. bekk og naut flutningsins til fulls. En þeim, sem sátu fyrir aftan 5. bekk vað hann algert tónasull, eins og tónskáld nokkurt komst að orði. Í Albert Hall er tónninn fremur þurr af útsendingunni að dæma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband