Sek - áhrifamikið útvarpsleikrit

Leikritið Sek eftir Hrafnhildi Hagalín Guðmundsdóttur er áhrifamikið verk. Ástríðum er vel lýst án mikilla átaka. Verkið líður fram í sérstakri hrynjandi. Nokkuð er um klifanir sem eiga væntanlega að leggja áherslu á andrúmsloftið og þann viðbjóð sem viðgekkst.
Einangrunin og þögnin eru yfirþyrmandi og einsemdin þrungin örvæntingu.
Allir aðstandendur leiksins eiga lof skilið fyrir frammistöðu sína og túlkun: Höfundurinn, leikstjórinn, hljóðfæraleikarar, tónskáld og ekki síðst hljóðmaðurinn.
Tvisvar í verkinu þótti mér þó örla á smávægilegum mistökum. Barn biður föður sinn að kenna sér að rota og gera að sel. Undir eru hljóð úr fjörunni, kríugarg og brimalda. Í tali barns og föður er of mikill herbergishljómur.
Ég hlustaði á netinu til að forðast fm-bylgjusuðið og verður að hrósa Ríkisútvarpinu fyrir að hafa lagfært útsendinguna.
Sjálfsagt er að gefa þessu verki 5 stjörnur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband