Ungir einleikarar með Sinfóníuhljómsveit Íslands

Hljómleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld undir stjórn Daníels Raiiskin, þar sem fjórir ungir einleikarar léku með hljómsveitinni, voru í einu orði sagt vel heppnaðir. Einleikararnir voru
Heiðdís Hanna Sigurðardóttir, sópran, Sigríður Hjördís Indriðadóttir, flautuleikari, Jónas Á. Ásgeirsson, harmonikuleikari og Ragnar Jónsson, sellóleikari.

Rödd Heiðdísar Hönnu hefur náð undraverðum þroska. Hún er áferðarfögur og er því spáð að hún eigi eftir að heyrast oft hér á landi og hérlendis. Túlkun hennar var með ágætum.

Flutningur Sigríðar Hjördísar Indriðadóttur á flautukonserti Karls Nielsen var einstaklega vel heppnaður, túlkunin bæði fáguð og skemmtileg. Tónninn var lýtalaus.

Þá var undur skemmtilegt að heyra Jónas Á. Ásgeirsson flytja konsert fyrir harmoniku og strengjasveit. Lipurð piltsins er einstök og túlkunin fram úr skarandi.

Í lokin flutti Ragnar Jónsson sellókonsert Elgars með stakri prýði. Seinasti hluti fyrsta þáttar var hreinlega leikinn af unaðslegri snilld. Tónn Ragnars er fágaður og hann leggur greinilega metnað í mikla fágun flutnings síns. Hið sama má segja um hin ungmennin þrjú.

Við hjónin fórum heim hamingjusöm og stolt af starfi því sem unnið er hér á landi á sviði tónlistar.
Ekki þarf að taka fram að Eldborg var þétt setin og fögnuðu áheyrendum flytjendum innilega.
Nánar um dagskrána hér:
http://www.sinfonia.is/tonleikar/2016/1/14/nr/2870
Þessu unga fólki er óskað alls hins besta og færðar einlægar þakkir fyrir heillandi flutning.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband