Þetta eru skoðanir sem margir hafa deilt að undanförnu - ólík hagkerfi þvinguð undir einn og sama hatt. Leiðari Morgunblaðsins fylgir hér á eftir.
Furðulegrar blindu gætir á Íslandi gagnvart Evrópusambandinu hjá stuðningsmönnum þess. Af einhverjum ástæðum veigra þeir sér við því að horfa á veikleika og vandræði ESB og láta eins og ekkert sé þótt hrikti í stoðum þess.
Fjárfestirinn George Soros ræðir stöðu Evrópusambandsins í viðtali, sem birtist í blaðinu New York Review of Books í vikunni, og segir að það sé á barmi hruns. Þar er hann spurður hver hafi verið grunngildin að baki stofnun Evrópusambandsins. Ég hef alltaf litið á Evrópusambandið sem holdgerving grunngilda opins samfélags. Fyrir aldarfjórðungi, þegar ég fór fyrst að láta að mér kveða á svæðinu voru Sovétríkin í dvala og Evrópusambandið á uppleið. Og það er áhugavert að hvort tveggja má kalla ævintýraleiðangur í alþjóðlegri stjórnsýslu. Sovétríkin reyndu að sameina öreiga heimsins og ESB reyndi að þróa líkan fyrir svæðisbundinn samruna byggðan á grunngildum opins samfélags.
Næst er Soros beðinn að bera stöðuna þá við stöðuna nú.
Í stað Sovétríkjanna er komið Rússland sem ryður sér til rúms á ný og í Evrópusambandinu ráða öfl þjóðernishyggju ríkjum. Opna samfélagið sem bæði Merkel og ég trúum á vegna okkar eigin sögu og umbótasinnarnir í Úkraínu vilja ganga í vegna þeirra persónulegu sögu er í raun ekki til. Evrópusambandið átti að vera sjálfviljugt samband jafningja, en evrukreppan hefur breytt því í samband milli skuldara og lánardrottna þar sem skuldararnir eiga í vandræðum með að uppfylla skuldbindingar sínar og lánardrottnarnir setja skilyrðin sem skuldararnir þurfa að uppfylla. Sambandið er hvorki sjálfviljugt né jafnt. Fólksflutningakreppan hefur opnað nýjar gjár. Þess vegna er sjálf framtíð ESB í hættu.
Soros segir að rangt hafi verið staðið að málum frá upphafi þegar fjármálakreppan brast á í Grikklandi. Evrópusambandið hafi komið til bjargar undir forustu Þýskalands, en lagt á allt of háa vexti fyrir lánin, sem upp á var boðið. Það gerði að verkum að Grikkir gátu ekki staðið undir skuldum sínum. Síðan endurtók [ESB] mistökin í síðustu samningum, Evrópusambandið vildi refsa Alexis Tsipras forsætisráðherra og sérstaklega fyrrverandi fjármálaráðherra hans, Yanis Varoufakis, á sama tíma og ekki var um annað að ræða en að koma í veg fyrir grískt greiðslufall. Fyrir vikið þröngvaði ESB fram kröfum, sem munu ýta Grikkjum inn í dýpri kreppu.
Soros er spurður hvort Grikkland sé áhugaverður kostur fyrir einkafjárfesta.
Ekki á meðan landið er hluti af evrusvæðinu, svarar Soros. Ólíklegt er að landið muni nokkurn tímann blómstra með evruna vegna þess að gengið er of hátt til að það verði samkeppnishæft.
Það er athyglisvert að lesa um sýn þessa umsvifamikla fjárfestis á ESB og er vert í því samhengi að rifja upp orð hagfræðingsins Pauls Krugmans í blaðinu Tímamótum, sem Morgunblaðið gaf út í samvinnu við The New York Times um áramótin. Þar segir Krugman að millistéttin í Evrópu hafi verið svipt valdi, ekki valdefld. Óttinn við aðra efnahagskreppu, kvíði vegna skulda, hafa verið notuð eins og sleggjur til að rústa þær stofnanir sem áður fyrr reyndust brjóstvörn gegn öfgakenndum ójöfnuði, segir hann. Þetta ferli hefur verið gríðarlega ólýðræðislegt. Tæknikratar hafa ákveðið stefnuna í Evrópu og þeir hafa enga hugmynd um hvað þeir eigi að gera fyrir utan að rústa vald vinnandi fólks.
Nokkru síðar heldur nóbelshagfræðingurinn áfram og segir ólíklegt að rótgróin lýðræðisríki ákveði að lýsa því yfir að nú séu þau það ekki lengur. Líkurnar á að þau hætti að vera lýðræðisríki í framkvæmd eru allt aðrar þá á ég við stöðu þar sem tiltölulega fámennur hópur óligarka fær að skilgreina kvarða leyfilegrar umræðu, hvaða stefna fær að vera á borðinu, hvað telst gjaldgengt og ábyrgt, segir Krugman. Evrópa er að verða samfélag ríkja sem eru lýðræðisleg að forminu til, en í auknum mæli ólýðræðisleg í því hvernig þau eru í raun rekin.
Þau vandamál, sem þessir tveir menn benda á, eru ekki lítilfjörleg. Þau lúta að grundvallaratriðum og verða ekki leyst með því að horfa fram hjá þeim.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 28.1.2016 | 09:52 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.