Fágaður vínardrengjakór með glamrandi stjórnanda

Ástæða er til að hvetja tónlistarunnendur til að fara í Norðurljósasal Hörpu á morgun kl. þrjú síðdegis og hlusta á Vínadrdrengjakórinn.  Auðvitað telst það heimsviðburður hérlendis er slíkur kór kemur hér fyrsta sinni.
Flutningur kórsins var bæði fágaður og agaður. Drengirnir eru svo tónvissir að einungis dugði að slá tón eða upphafshljóm á flygilinn og þá hófust þeir handa í nákvæmlega réttri tóntegund án þess að raula hana á undan.
Stjórnandinn fær þessa einkunn:
Hann er góður stjórnandi og vafalítið fær í sínu fagi.
Hann hendir eins og suma kórstjóra sem ég þekki, að þegar þeir leika undir hjá kórunum sínum jaðrar undirleikurinn á stundum við versta glamur.
Notkun pedalanna var ómarkvist og iðulega hamraði hann flygilinn þannig að kórinn drukknaði í fyrirganginum svo að einstaka raddir stóðu upp úr eins og smásker á háflóði.
Greinilegt var að sumar útsetningarnar voru mjög hroðvirknislega unnar og til þess falllnar að yfirgnæfa drengina. Þá lék kórstjórinn iðulega laglínuna með vinstri hendinni og keppti þannig við kórinn.
Mér þótti þetta með ólíkindum og vona að einhver bendi stjórnandanum einhvern tíma á þetta enda eru til afbragðs útsetningar sumra laganna fyrir píanóundirleik.
En kórinn er góður og á allt gott skilið.
Kærar þakkir fyrir yndislega stund með glamurs-ívafi og á lágu verði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband