Enn eina ferðina fer umræðan hér á landi út um víðan völl. Þingmaður stjórnarandstöðunnar kallar forsætisráðherra og eiginkonu hans ónefnum, flestir aðrir eru varkárari en flokksbræður forsætisráðherrans verja hann í blindni án nokkurra raka.
Forsætisráðherran bregst við nákvæmlega eins og þeir, sem saklausir eru af öllum ávirðingum, bregðast ekki við - veitir ríkisfjölmiðlum ekki viðtöl. Það bendir til ákveðins tvískinnungs eða slæmrar samvisku. Hann virðir Alþingi ekki einu sinni viðlits.
Hverjum, sem lendir í þeirri stöðu á opinberum vettvangi vegna aðgerða eða aðgerðaleysis sjálfs sín og tengdra aðila, ber að gera hreint fyrir sínum dyrum án svigurmæla um aðra og aðrar ríkisstjórnir. Forsætisráðherra ber því skilyrðislaust að svara þeim spurningum sem þing og fjölmiðlar vilja leggja fyrir hann. Forystumenn Framsóknarflokksins þurfa jafnframt að gera upp við sig hvort þeir ætla að standa hjá eða taka þátt í að leysa þann vanda sem upp er kominn.
Það kemur óneitanlega á óvart að þessari umræðu skyldi ekki skjóta fyrr upp á yfirborðið vegna þess að fjölmargir vissu hvernig fjármálum þeirra hjóna væri háttað í megindráttum. Undirrituðum þótti furðulegt, þegar litið var á skráðar upplýsingar um þingmenn, að hvergi væri þessara fjármuna getið, jafnvel þótt þeir væru séreign eiginkonu forsætisráðherrans.
Þórun elísabet bogadóttir skrifar leiðara um þetta mál á vef Kjarnans í gær, miðvikudaginn 23. mars. Þar bendir hún á að áhugi fjölmiðla á málinu bendi til heilbrigðrar rannsóknablaðamennsku en eigi ekkert skylt við herferð gegn einum eða öðrum. Þetta ætti forsætisráðherra að hafa í huga og takast á við hinn siðferðislega hluta málsins og hið sama ættu þingmenn Framsóknarflokksins að gera.
Þingmenn ættu síðan að gæta tungu sinnar og hætta að kalla menn ónefnum. Þingmenn eins og ónefndur einstaklingur úr röðum Vinstri grænna spilla yfirleitt þeirri umræðu sem þeir nálgast.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 24.3.2016 | 17:52 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.