Ég er alinn upp á mjólk eins og flestir Íslendingar. Faðir minn var með 40-50 kýr í fjósi þegar mest var og fengum við því stundum kýrslátur sem er öllu slátri betra. Einkum þóttu mér nýsoðnar kýrvambir hreinasta lostæti þegar ég var barn.
Enn eru Íslendingar mikil mjólkurneysluþjóð og Mjólkursamsalan sér til þess að afurðirnar séu fjölbreytilegar. Fyrirtækið leggur ríka áherslu á hollustu ýmissa gerla svo sem abt-gerla, enda er abt-mjólk hreinasta lostæti.
Ekki skal því neitað að efasemdir hafa sótt á marga vegna tvenns: Mjólkursamsalan framleiðir einatt of sætar afurðir með því að úða í þær sykri eða öðrum efnum. Síðan eru það neytendaumbúðirnar. Þær eru úr plasti - einhverjum mesta ógnvaldi mannkyns um þessar mundir.
Ég gerði mér grein fyrir því hversu varasamt þetta er þegar ég varð hvað eftir annað fyrir því að mjóir þræðir virtust losna úr plastbauknum sem ég át úr með plastskeið og hefði ég auðveldlega getað kyngt þeim. Ef til vill hefði ekki munað mikið um þessar plastagnir miðað við hvað plastefnin eru algeng. En allur er varinn góður.
Er ekki kominn tími til að Mjólkursamsalan og aðrir framleiðendur matvæla taki á þessum málum - of miklum sætindum í flestum tegundum mjólkurvara og plastumbúðunum?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 24.11.2016 | 09:10 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.