Átti Kastró íslenskan föđur?

Nú er Fídel Kastró eđur Tryggvi frá Borg, eins og sumir kölluđu hann, fallinn frá. Mađur nokkur taldi vafa leika á ćtterni hans. Sá hét Jón Grímsson og var ráđsmađur hjá Ásbirni Ólafssyni, stórkaupmanni, en ég var sölumađur hjá honum sumrin 1970-72 og 1974-75. Sagan er ţessi:

Ég snćddi gjarnan hádegismat međ Ásbirni og gekk Jón um beina. Hann var ţá á 79. aldursári, fćddur 1893 og mikill vinur okkar brćđra allra.
Eitt sinn segir hann viđ mig: "Ţađ eru ýmsir sem halda fram ađ Kastró sé sonur minn." Ég tók ţví fálega en hann hélt áfram ađ impra á ţessu nćstu daga og fóru leikar svo ađ ég innti hann eftir atvikum.
Sagđist hann ţá áriđ 1925 hafa hitt unga konu í ónefndum stađ í Miđ-Ameríku og hefđu tekist međ ţeim góđ kynni. Samfarar ţeirra voru góđar en ég hirđi ekki um ađ lýsa ţeim fyrir öđrum en Ólafi Gunnarssyni rithöfundi, í tveggja manna spjalli. Jón tjáđi mér ađ hann myndi gangast viđ Kastró ţegar og ef ţess yrđi óskađ.

Mér ţóttu ţetta allmikil tíđindi og hugđist fá botn í máliđ. Hringdi ég ţví til Valdimars Jóhannessonar, ritstjóra Vísis og greindi honum frá málinu.

Síđdegis daginn eftir kom Jón inn í söludeildina, steđjađi beint ađ borđi mínu og segir formálalaust: "Mikinn andskotans grikk gerđirđu mér í dag."
Ég setti upp furđusvip og spurđi hvađ hann ćtti viđ.
"Ţú hringdir og ţóttist vera blađamađur frá Vísi og spurđir formálalaust hvort ţađ vćri rétt ađ ég vćri fađir Kastrós."
Ég fór ađ skellihlćja og spurđi í forundran hverju hann hefđi eiginlega svarađ.
"Ja, eitt er víst, ađ ekki hefur hann ţetta helvítis kommúnistavesen í föđurćttina", sagđi hann.
Ég innti hann eftir ţví hver blađamađurinn hefđi veriđ og mundi hann ekki nafniđ. Ég spurđi hvort ţađ gćti veriđ Valdimar Jóhannesson og svarađi jón: "Hann ţóttist heita ţađ."
Ég sór og sárt viđ lagđi ađ ég hefđi ekki hringt, en Jón var sannfćrđur um ađ ég hefđi átt hlut ađ máli og tjáđi mér ađ hann hefđi neitađ ađ gangast viđ piltinum.

Jón Grímsson var einstakur öđlingur, barngóđur međ afbrigđum og traustur vinur ţeim sem öđluđust vináttu hans. Hann var sagnamađur mikill og sagđi ađ eigin áliti jafnan satt.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góđ saga hjá nafna mínum heitnum-- en kannski sönn?!

Jón Valur Jensson, 27.11.2016 kl. 04:34

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband