Þættirnir um reimleika og fleira skylt, sem sýndir eru á fimmtudagskvöldum í Ríkissjónvarpinu, eru um margt vel gerðir. Gallinn er þó sá að reynt er um of að skýra ýmis fyrirbæri og draga í efa skynjun og upplifun fólks.
Skýringar Ármanns Jakobssonar eru fræðandi, en hinu verður ekki mótmælt að ýmis fyrirbrigði verða vart útskýrð eins og t.d. er menn sjá feigð á fólki.
Faðir minn var þessari gáfu gæddur og fyrir kom að hann sagði nánustu fjölskyldu sinni að þessi eða hinn væri feigur. Mér þótti þetta óþægilegt og innti hann eitt sinn eftir því hvernig hann skynjaði þetta. Svarið var athyglisvert:
"Það bregður fyrir eins konar vatnsbláma í augum hans eða hennar."
Ég gleymi aldrei atviki sem gerðist í Vestmannaeyjum 29. desember árið 1965.
Pabbi kom heim í síðdegiskaffi um þrjú-leytið og sagði okkur að hann héldi að Már Frímannsson, bifreiðaeftirlistmaður o.fl. sem við þekktumvel, sé látinn. Ég spurði hvað ylli. "Mér sýndist ég sjá svipinn hans fyrir utan skrifstofudyrnar", svaraði hann.
Síðar þennan sama dag fréttist andlát Más.
Þegar ég var að skrifa þetta þótti mér rétt að fletta upp Má Frímannssyni og dagsetningin er réttilega munuð.
http://www.heimaslod.is/index.php/M%C3%A1r_Fr%C3%ADmannsson
Guðjón Bjarnfreðsson, kvæðamaður, þekkti föður minn vel. Sagði hann mér að bróðir sinn hefði árið 1939 ráðið sig á danskt olíuskip. Pabba varð mikið um þessa frétt og reyndi hvað hann gat að fá hann ofan af þessu og sagðist mundu tryggja honum pláss á Helga VE 333 sem var þá nærri fullsmíðaður. Ræddi hann þetta við Guðjón og reyndi að fá hann í lið með sér. "Það var hreinlega eins og hann teldi hann feigan," sagði Guðjón.
Ég andmælti því ekki að pabbi hefði skynjað feigð fólks og sagði honum frá þessum vatnsbláma eða glampa sem hann sagði að brygði fyrir í augum fólks. Guðjón kvaðst hafa heyrt fleiri manna getið sem lýstu svipaðri reynslu.
Guðjón sagði að skipið, sem bróðir hans réð sig á, hefði verið á meðal þeirra fyrstu sem grandað var í upphafi seinni heimsstyrjaldarinnar.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Sjónvarp, Trúmál, Vinir og fjölskylda | 1.12.2016 | 21:30 (breytt kl. 21:35) | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 319771
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.