Glassísk tónlist og einstakur listsigur Víkings Heiðars

Föstudagskvöldið 24. mars síðastliðinn lifði ég eina mestu sælustund ævi minnar á þriðju svölum fremst fyrir miðju í Eldborg, þegar þjóðargersemi Íslendinga, Víkingur Heiðar Ólafsson lég píanóetíður Philips Glass. Flutningurinn var í einu orð sagt hvort tveggja, unaðslegur og hrífandi. Í raun fá engin orð lýst túlkun Víkings Heiðars á þessum margslungnu píanóverkum sem streyma áfram eins og fljót, sem hegðar sér eftir landslaginu hverju sinni - þessi seiðandi hrynjandi með síbreytilegu ívafi.
Strengjakvartettinn Siggi tók þátt í flutningi nokkurra verkanna. Hljómur hans er fágaður og um leið tær.
Það kom okkur hjónum ánægjulega á óvart hversu góður hljómur var á þessum stað jafnfjærri og við vorum flytjendum.
Etíður Philips Glass eru merkilegt fyrirbrigði þar sem skiptast á tærleiki, glettni, fegurð og flókinn leikur sem veldur því að einatt er sem þrjár hendur séu á lofti í senn - eing og Víkingur Heiðar væri þríhentur! Slík er snilld hans.
Öllum þeim er stóðu að tónleikunum óska ég hjartanlega til hamingju - einkum tónskáldinu og Víkingi Heiðari sem er svo sannarlega einstök þjóðargersemi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband