Glassísk tónlist og einstakur listsigur Víkings Heiđars

Föstudagskvöldiđ 24. mars síđastliđinn lifđi ég eina mestu sćlustund ćvi minnar á ţriđju svölum fremst fyrir miđju í Eldborg, ţegar ţjóđargersemi Íslendinga, Víkingur Heiđar Ólafsson lég píanóetíđur Philips Glass. Flutningurinn var í einu orđ sagt hvort tveggja, unađslegur og hrífandi. Í raun fá engin orđ lýst túlkun Víkings Heiđars á ţessum margslungnu píanóverkum sem streyma áfram eins og fljót, sem hegđar sér eftir landslaginu hverju sinni - ţessi seiđandi hrynjandi međ síbreytilegu ívafi.
Strengjakvartettinn Siggi tók ţátt í flutningi nokkurra verkanna. Hljómur hans er fágađur og um leiđ tćr.
Ţađ kom okkur hjónum ánćgjulega á óvart hversu góđur hljómur var á ţessum stađ jafnfjćrri og viđ vorum flytjendum.
Etíđur Philips Glass eru merkilegt fyrirbrigđi ţar sem skiptast á tćrleiki, glettni, fegurđ og flókinn leikur sem veldur ţví ađ einatt er sem ţrjár hendur séu á lofti í senn - eing og Víkingur Heiđar vćri ţríhentur! Slík er snilld hans.
Öllum ţeim er stóđu ađ tónleikunum óska ég hjartanlega til hamingju - einkum tónskáldinu og Víkingi Heiđari sem er svo sannarlega einstök ţjóđargersemi.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband