Þjóðfélagsfylkingin er með skelfilegustu fyrirbærum á væng íslenskra stjórnmála.
Ég hef aldrei hitt nokkurn Þjóðfylkingarmann fyrr en í þessari viku. Hann átti erindi við mig og af tilviljun leiddu samræðurnar út á væng íslenskra stjórnmála og sagðist hann vera þjóðfylkingarmaður.
Í samtalinu kom m.a. fram að nú ætlaði Reykjavíkurborg að drita 200 Mmúslímastrákum út um allt og sagðist hann vita hverni ástandið væri á Spáni og víðar. Sem betur fór slitum við þessum samræðum enda stend ég sjálfan mig að því að þola ekki lengur slíkt öfgahjal - heilsa mín leyfir það hreinlega ekki.
Í gærkvöld var athyglisverður þáttur á BBC þar sem fjallað var um samfélag Sómala í einu fylkja Bandaríkjamanna. Þar kom fram að þeim hefði verið afar vel tekið og hefðu að ýmsu leyti aðlagast samfélaginu afar vel. Hefðu þeir m.a. lífgað við hverfi sem voru í niðurníðslu og stuðlað að ýmsum nýjungum.
Þá var rifjað upp að ýmsir af helstu uppfinningamönnum Bandaríkjanna hefðu verið Múslímar.
Nokkrir rithöfundar, þar á meðal Norbert Pressburg (sjálfsagt dulnefni) hafa fjallað um þá staðreynd að fáar uppfinningar hafi borist frá hinum múslímska heimi að undanförnu, en leiða má líkur að því að stjórnmálaástandið eigi þar nokkurn hlut að máli.
Það kom einnig fram í þættinum að hlutur Múslíma í hryðjuverkum og morðum í bandarísku samfélagi væri sára lítill. Undirrótin væri yfirleitt hjá hægrisinnuðum karlmönnum. Sagt var að það væri mörgum sinnum líklegra að bandaríkskir borgarar yrðu fyrir eldingu en að múslími yrði þeim að aldurtila.
Íslenskt samfélag breytist nú ört. Menn þurfa að leggja talsvert á sig til þess að kveða niður hatursumræðuna í þjóðfélaginu. Hún bitnar fyrst og fremst á þeim sem geta síst borið hönd fyrir höfuð sér. Þar er ekki eingöngu um aðflutt fólk að ræða heldur einnig fátækt fólk og öryrkja eins og best sást á nornaveiðunum sem hófust eftir að skýrsla um sviksemi við íslenska tryggingakerfið var birt.
Hugsum okkur vel um áður en við leggjum fæð á fólk vegna útlits þess, efnahags og uppruna. Hugsum jafnframt um það hverjir eru í raun illvirkjarnir í þessu samfélagi - illvirkjar sem blekkja og svíkja út fé á fölskum forsendum og standa allar dyr opnar. Óþarft er að nefna nokkur nöfn eða stjórnmálaflokka og samtök sem þeir (illvirkjarnir) tengjast. Þeir sjúga blóðið úr samlöndum sínum með leigutekjum, skattsvikum og blekkingum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 1.4.2017 | 14:48 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 319774
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.