Í gær fór ég í könnunarleiðangur um netið og skoðaði nokkrar bifreiðategundir sem ég hef kannast við í nokkur ár.
Mig rak í rogastans þegar ég sá nýtt úrval fólksbifreiða sem er nú í boði á Íslandi og hugsaði sem svo að bifreiðaframleiðendur reyndu að gera hvorum tveggja til geðs - fólki með meðaltekjur og hinum ofurríku.
Þá þótti mér lítið fara fyrir áhuga bifreiðaframleiðenda á loftslagsmálum og uppgefið afl véla sumra meðalstórra bifreiða var ótrúlegt.
Til hvers þurfa menn dísil- eða bensínfólksbifreið með 340 hestafla vél eða 500 hestafla Teslu með einungis 500 hestöflum??
Um daginn ætlaði allt um koll að keyra þegar Reykjavíkurborg hugðist draga úr hraða á vissum svæðum í borginni o hafa hann 50 km í stað 60. Ætlunin var að draga úr mengun.
Því hraðar sem ekið er því meiri verða eldsneytiseyðslan og eitraður útblásturinn. Þess vegna yrði það til hagsbóta Íslendingum að minnka hámarkshraða á vegum úr 90 km hraða í 80 km (Austur-þýska viðmiðið.:) ) og menn hljóta að velta því fyrir sér í umræðunni um að draga úr gróðurhúsaáhrifum.
Í umræðunni um rafbíla reikna menn fram og aftur drægni þeirra. Viðurkennt er að uppgefnar tölur framleiðenda séu blekkjandi fyrir Íslendinga og er fólki fremur ráðlagt að taka mark á bandarískum tölum. Sumir halda því fram að þær dugi ekki heldur því að meðalhraði á vegum hérlendis sé meiri en þar og það hefur áhrif á rafmagnseyðsluna.
Menn ættu að vera sammála um þrennt:
1. Nauðsynlegt er að bæta vegakerfið.
2. Draga þarf úr umferðarhraða af tillitssemi við móður Jörð.
3. Leggja ætti sérstakan þungaskatt á vörubifreiðar sem dragnast með allt að 60 smálestum um vegakerfi landsins og leggja meiri skerf af mörkum til þess að eyðileggja það en samanlagður bílafloti smábifreiða.
Meira um þetta mál síðar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 11.5.2017 | 10:20 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 319774
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.