Hvað er því til fyrirstöðu að blindir og sjónskertir geti lesið Moggann með snjalltækjum? Opið bréf til ritstjórnar

Ágæta ritstjórn Morgunblaðsins.
Árið 2003 var haldin sérstök ráðstefna á vegum Öryrkjabandalags Íslands um aðgengi að vefmiðlum. Heppnaðist húnmætavel og var tæknifólk í meirihluta þeirra sem sóttu hana.
Á ráðstefnunni var Morgunblaðinu veitt sérstök viðurkenning vegna aðgengis blindraog sjónskertra að blaðinu.

Morgunblaðið heldur enn að flestu leyti þeirri stöðu að vera aðgengilegasti vefmiðill landsins og er það vel. En blaðið hefur ekki að öllu leyti fylgt þróuninni.
Þeim fer nú stöðugt fjölgandi í hópi blindra og sjónskertra sem nota spjaldtölvur og snjallsíma. Sá galli fylgir að vísu gjöf Njarðar að Apple-tæki eru undanþegin því að þau sýna hvorki íslenskt blindraletur né geta boðið íslenskan talgervil. Það gerir hins vegar Android-hugbúnaðurinn.

Um þessar mundir er Morgunblaðið eiginlega algerlega óaðgengilegt í þessum tækjum. Forritið, sem Stokkur hannaði fyrir ykkur, les hvorki texta né sýnir neitt með blindraletri. Að vísu vissu forráðamenn fyrirtækisins ekkert um aðgengi blindra og sjónskertra að snjalltækjum fyrr en undirritaður hafði samband við þá fyrir nokkrum árum. Síðan hafa starfsmenn Stokks smíðað m.a. forrit fyrir Hljóðbókasafn Íslands sem reynist allvel, en agnúa á öðrum forritum sínum hefur það lítt eða ekki lagfært.

Sem kunnugt er fjölgar stöðugt í hópi blindra og sjónskertra þar sem algengt er að sjón dofni með aldrinum. Flestir, sem fæddir eru eftir 1935, nýta sér tölvur og þeir vilja gjarnan halda áfram að geta notað þær - bæði spjaldtölvur, venjulegar heimilistölvur og síma.

Hefur þetta mál verið rætt innan Morgunblaðsins og hvað er í bígerð, ef eitthvað er?

Virðingarfyllst,

Arnþór Helgason
(Bréfritari var svo lánsamur að vera sumarblaðamaður á Sunnudagsblaði Morgunblaðsins 2007 og 2008 og telur blaðið þann besta vinnustað sem hann hefur starfað á).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband