Borđdúkurinn sem breytti lífi mínu

Stundum valda smáhlutir straumhvörfum í lífi fólks. Í dag eru 50 ár síđan alger straumhvörf urđu í lífi mínu.

Frá ţví um miđjan ágúst og fram í september 1967 vann ég viđ ađ skrifa námsefni á blindraletur handa okkur tvíburunum. Lauk ţví starfi rétt fyrir miđjan septembermánuđ.
Föstudaginn fórum viđ mćđgin ađ heimsćkja ţau heiđurshjónin, Andreu Oddsteinsdóttur og Halldór Ţorsteinsson, en ţau bjuggu ţá í virđulegu húsi viđ Miđstrćti í Reykjavík. Á eldhúsborđinu var útsaumađur dúkur sem móđir mín varđ mjög hrifin af og vildi vita hvar Andrea hefđi fengiđ hann. Hún vísađi á verslunina Ístorg á Hallveigarstíg.
Ég vissi ađ ţar fengjust hljómplötur frá Asíu en um ţetta leyti var ég hugfanginn af arabískri tónlist og héldum viđ mćđgin ţangađ.
Ţar fengust ţá eingöngu hljómplötur frá Kína og olli ţađ mér nokkrum vonbrigđum. En ég keypti tvćr.
Annarri plötunni brá ég á plötuspilarann hjá Sigtryggi bróđur og Halldóru, konu hans og kom ţá í ljós ađ um kantötu var ađ rćđa fyrir sinfóníuhljómsveit, kór og tenorsöngvara. Í upphafi 3. ţáttar hljómađi stef sem ég kannađist viđ sem einkennisstef kínverska alţjóđaútvarpsins.
Frómt frá ađ segja varđ ég hugfanginn af tónlistinni og ţađ svo ađ ég keypti á nćstu mánuđum og árum allar ţćr hljómplötur sem Ístorg átti.
Hvađ leiddi af öđru.
Stefán Jónsson, fréttamađur hafđi fariđ í leiđangur til Kína áriđ áđur og sendi hann okkur brćđrum segulbandsspólu međ kínverskri byltingartónlist.
Ég hófst handa og hafđi bćđi samband viđ kínverska alţjóđaútvarpiđ sem sendi mér árum saman segulbönd og hljómplötur međ kínverskri tónlist og kínverska verslun sem seldi hljómplötur og nćsta hálfan annan áratuginn keypti ég tugi titla frá Kína og á sjálfsagt eitthvert mesta safn byltingartónlistar ţađan á Norđurlöndum.
Ţá hófst ég handa viđ dreifingu kínverskra tímarita og bóka hér á landi og hélt ţví áfram til ársins 1989.
Ég gekk í Kínversk-íslenska menningarfélagiđ haustiđ 1969 og hef veriđ viđlođandi stjórn ţess frá árinu 1974, ţar af formađur í 30 ár í ţremur lotum. Nú verđur vćntanlega endir á ţví á nćsta ađalfundi félagsins.
Ég hef stundum sagt ađ Kína sé eilífđarunnusta mín og verđur sjálfsagt svo á međan ég er lífs.
Lagiđ Austriđ er rautt, sem var kynningarstef útvarpsins í Beijing, varđ mér svo hjartfólgiđ ađ ţađ var leikiđ sem forspil ađ brúđarmarsinum í brúđkaupi okkar Elínar og hljómar m.a. sem hringitónn farsímans. Síđar vitnađist ađ upphaflega var ţetta ástarsöngur sem varđ svo ađ lofsöng um Mao formann.

Ćvi mín hefđi orđiđ mun fábreyttari hefđum viđ mćđginin ekki rekist inn í kaffi til ţeirra Andreu og Halldórs.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband