Eftirminnilegt atvik međ varaforseta Kínverska alţýđulýđveldisins

Í dag, 8. október, eru 40 ár liđin frá skemmtilegu atviki sem henti mig austur í Beijing.

Kínversku vináttusamtökin höfđu bođiđ sendinefnd frá Kversk-íslenska menningarfélaginu til Kína í nóvemberbyrjun. Ég hafđi veriđ kjörinn formađur félagsins 7. apríl ţá um voriđ en félagiđ var ţá einnig ađ undirbúa fyrstu almennu ferđina sem farin var til Kína. Hélt hópurinn til Kína ţann 8. september og kom til Beijing ţann 9. Varđ hann einna fyrstur erlendra ferđamanna til ađ heimsćkja grafhýsi Maos.

Ég ćtlađi međ hópnum, en Kínverska sendiráđiđ neitađi mér um áritun. Skýringin var sú ađ um svipađ leyti var von á kínverskri sendinefnd hingađ til lands undir forystu ding Xuesong, merkri konu sem var m.a. fyrsti kvensendiherra Kína. Töldu sendiráđsmenn einbođiđ ađ ég yrđi heima til ađ taka á móti sendinefndinni. Móttakan hvíldi ađ mestu á okkur Magnúsi Karel Hannessyni, Emil Bóassyni, Önnu Einarsdóttur og síđast en ekki síst Kristjáni Jónssyni.

En aftur ađ 8. nóvember 1977:

Ţegar sendiráđsmađurinn Xie Yngong kvaddi mig í Keflavík sagđist hann telja ađ allmerkur viđburđur yrđi í mínu lífi en gaf ekkert uppi um hvađ ţađ vćri.
Viđ komum til Beijing um morguninn 7. nóvember. Í hópnum voru auk mín Anna Einarsdóttir, ritari félagsins, Guđrún Ólafsdóttir kristnibođa, sem var fćdd í Kína, Bjarni Ţórarinsson, skólastjóri og kona hans, Svanhildur sigurjónsdóttir, Hjörleifur Sigurđsson, formađur Bandalags íslenskra myndlistarmanna, Kári Sigurbergsson lćknir og Zophonías Jónsson, en hann var einn af stofnendum Kím og hafđi veriđ í sendinefnd sem fór til Kína áriđ 1952 og ruddi brautina ađ stofnun Kím.

Í hádeginu ţann 8. nóv. Var okkur tjáđ ađ einn af varaforsetum Kína, Wang zhen, tćki á móti okkur og skyldum viđ vera sćmilega til fara.
Ég klćddist auđvitađ hátíđar-Maofötunum sem ég hafđi keypt áriđ 1975 og héldum viđ síđan til fundarins. Međ okkur var kínverskur túlkur, sem talađi sćmilega íslensku. Ţá var einnig viđstaddur Ragnar Baldursson, og sést á ljósmyndum ađ hann var í lopapeysu.

Wang zhen tók á móti okkur í anddyri alţýđuhallarinnar miklu, fađmađi mig ađ sér og kyssti á báđa vanga. Ég var svo óvanur kossum karlmanna ađ viđ lá ađ ég fćri ađ brynna músum.

Síđan hófst fundurinn.
Rćtt var um ýmis mál og kom ţar ađ gestgjafinn sagđist hafa áhyggjur af ţeirri ósk Íslendinga ađ bandaríski herinn fćri héđan. Sagđi hann ađ á kreiki vćru alţjóđlegir úlfar sem gćtu notađ tćkifćriđ ţegar tómarúm skapađist í norđurhöfum og hremmt landiđ.
Ég fann, ţegar mesta feimnin var farin af mér, ađ ég réđ ágćtlega viđ ţessar samrćđur og mundi ţá eftir ţví ađ Geir Hallgrímsson hafđi veriđ í Moskvu rúmum mánuđi áđur og fullyrt ađ Íslendingar fćru aldrei međ ófriđi á hendur annarri ţjóđ. Ákvađ ég ađ láta til skarar skríđa í ţessum umrćđum.

„Ţađ er eitt sem er alveg ljóst,“ sagđi ég, „ađ Íslendingar verđa aldrei fyrri til ađ kveikja ófriđarbál í Evrópu.“
Ţađ fór sem mig grunađi. Varaforsetinn hló og fann um leiđ hvernig andrúmslotiđ varđ ískalt. Vissi ég ađ félagar mínir frá Íslandi sárskömmuđust sín fyrir ţetta skammarstrik mitt og varaforsetinn hefur ef til vill undrast heimsku ţessa ungmennis frá Íslandi.
Ég naut augnabliksins í 15-20 sekúndur og bćtti ţá viđ: „Nema ţví ađeins ađ ráđist verđi á landiđ. Ţá gćti ţađ orđiđ neistinn sem kveikti í allri álfunni.“
Wang Zhen klappađi hinn ánćgđasti á hné mé og marg-endurtók: „Já, Já, Já“, ég fann ađ Íslendingarnir hćttu viđ ađ skammast sín og andrúmsloftiđ breyttist.

Ţessi saga hefur held ég aldrei veriđ sögđ opinberlega, en einn af mínum bestu vinum, Kristján Jónsson fćrđi hana örlítiđ í stílinn og sagđi ađ ég hefđi ábirgst ađ Íslendingar fćru aldrei međ her á hendur Kínverjum.

Ţess má geta ađ daginn eftir fórum viđ til Shanghai. Ţar tók á móti okkur kona sem bar og ber enn eftirnafniđ Sai. Hún fagnađi mér himinlifandi og sagđi: “Ég sá ţig í sjónvarpinu í gćr og ţú varst í fötunum sem ég hjálpađi ţér ađ kaupa fyrir tveimur árum.”

Ég skrifa kannski meira um ţessa ferđ síđar.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband