Vopnaflutningar íslenskra flugfélaga

Air Atlanta er ekki eina íslenska flugfélagið sem hefur flutt vopn hingað og þangað um veröld alla.
Það var dapurlegt að fylgjast með formanni Framsóknarflokksins í kvöld að reyna að verja þetta siðlausa athæfi vopnlausrar þjóðar án leyniþjónustu. en hér skal sögð saga frá upphafi 9. áratugar síðustu aldar.

Upp úr 1980 fóru að berast hingað þráðlausir símar sem menn notuðu óspart til þess að hringja hver í annan. Hitt vissu fæstir að símarnir voru með sendi á svipaðri tíðni og Reykjavíkurradíó og aðrar strandstöðvar og heyrðust því samtölin í allt að 3-4 km fjarlægð. Ég minnist þess að haa vakið athygli nokkurra Seltirninga á þessu og hlaut ég miklar þakkir fyrir.

Eitt sinn heyrði ég m.a. frænda minn, Hrafn Gunnlaugsson tala í slíkan síma, en ég bjó þá vestur á Seltjarnarnesi og hann austur á Fálkagötu. Hringdi ég til hans á milli samtala og varaði hann við. Honum varð hverft við þegar hann áttaði sig á þessu.

Sama kvöld vildi svo til að maður nokkur, búsettur á Seltjarnarnesi, átti samræður við félaga sinn og var efni þess vopnaflutningar flugfélags sem þeir áttu hlut í og unnu hjá. Ég hljóðritaði samtalið sem endaði þannig: "Þetta verður að vera topp síkrit og má ekki ræða það við aðra."
Hér var um að ræða flutninga á vopnum til Írans ef ég man rétt, en það tók þátt í átökum, klerkastjórnin tekin við og vopnasölubann á landið. Fleiri vopnaflutninga bar reyndar á góma ef ég man rétt.

Örlög segulbandsins urðu þau að skömmu síðar hljóðritaði ég úr BBC samtal við Vigdísi Finnbogadóttur, firna skemmtilegt eins og von og vísa Vigdísar var.
Ég lánaði kunningjakonu minni segulbandið og benti henni á að í upphafi spólunnar væri símtal sem væri dálítið hættulegt.

Það fór reyndar svo að málið komst upp m.a. vegna þessa viðtals á spólunni og hef ég svo sem aldrei skammast mín fyrir minn þátt í málinu.

Undanbrögð og flótti eru dæmi þess sjúklega hugarfars sem einkennir embættisfærslur of margra ríkisstarfsmanna hér á landi. Gegn því þarf að ráðast og það með hörku. Það er ömurlegt til þess að hugsa að fólk, sem flestir þekkja af góðu einu, hafi lífsviðurværi sitt af því að aðstoða við dráp á saklausu f´´ólki, þar á meðal börnum og enn verra er þó skeytingarleysi íslenskra stjórnvalda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband