Í dag var mikill gleðidagur hjá okkur Elínu.
Við hjónin höfum gert okkur það til ánægju að hjóla saman á tveggja manna hjóli um 25 ára skeið.
Árið 1994 keyptum við bandarískt Trek tveggja mana hjól, sem til var í Erninum. Stellið var fremur hátt fyrir Elínu en eftir nokkrar breytingar taldist hjólið nothæft.
Þetta hjól áttum við fram til 2002 þegar við létum það af hendi. Höfðum við þá hjólað austur á Stöðvarfjörð og til Akureyrar. Gera þurfti ýmislegt til þess að hjólið teldist almennilega nothæft. Til dæmis var skipt algerlega um hjólabúnað og fengin sérstyrkt afturgjörð. Þessu hjóli hjóluðum við um 11.000 km.
Við létum Orminn langa, eins og það var kallað, til vinar okkar sem afhenti það síðar kunningja mínum. Hann arfleiddi síðan Orminn til endurhæfingarstofnunar á Akureyri þar sem hann dugiar vonandi enn.
Ormur inn langi, Stígandi, Var gjöf Elínar til mín á fimmtugsafmæli mínu. Hann var sérsmíðaður hjá Robin Thorn í Bretlandi, framspöngin aðeins styttri en vant er þar sem Elín stýrimaður er lægri vexti en eiginmaðurinn.
Þessa hjóls höfum við notið í ríkum mæli og hjólað u.þ.b. 12-13.000 km.
Í fyrra haust var Orminum komið fyrir í híði sínu í októberbyrjun þar sem veður tóku að gerast válynd og veikleiki í öðru hné Elínar torveldaði hjólreiðar, þótt henni gengi í raun mun betur að hjóla en ganga. Í híði sínu hýrðist hann þar til í vor að hann var leiddur út til þess að kanna hvort hann léti að stjórn eftir að stýrimaðurinn hafði þraukað þorran og góuna að lokinni hnéskiptum. En hún gat ekki beygt hnéð nægilega mikið.
Fyrir nokkru kom í ljós að hún gat hjólað á einmenningshjóli og við síðustu tilraunir vantaði einungis herslumun að Ormurinn þýddist hana.
Í dag hélt frú Elín á fund starfsmanna bensínstöðvar N1 við Ægisíðu og hækkaði starfsmaður hnakkinn fyrir hana. Og viti menn! Frúin gat hjólað og mætti eiginmanni sínum á gangi meðfram Nesveginum.
Fórum við saman hring á nesinu. Meðalhraðinn var um 11 km en við nutum þess í ríkum mæli að vera saman á blessuðum Orminum inum langa, Stíganda. Verða því aftur teknar upp tvímenningshjólreiðar hjá okkur hjónakornunum.
Til hamingju, EL'ÍN!:)
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Vinir og fjölskylda | 16.7.2018 | 18:21 (breytt kl. 18:36) | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.