Í fjölmiðlum hefur að undanförnu borið á kvörtunum vegna hegðunar þeirra sem stunda kappreiðar á reiðhjólum. Samkvæmt dagbókum lögreglunnar í Reykjavík berast á hverjum degi ábendingar um yfirgang þeirra gegn gangandi vegfarendum á göngu- og hjólreiðastígum.
Því miður er það reynsla undirritaðs að þessar kvartanir eigi rétt á sér. Sjálfsagt er þetta lítill hópur, en hann setur óneitanlega svartan blett á þá sem vilja njóta þess að bregða sér á bak hjólhesti sínum. Þegar vakin er athygli þeirra á yfirganginum er gjarnan svarað með skætingi og háðsyrðum
Um verslunarmannahelgina höfum við hjónin farið um höfuðborgarsvæðið á tveggja manna hjóli. Sunnudaginn 5. ágúst fóru nokkrir hjólreiðamenn fram úr okkur án þess að vara okkur við með bjöllu.
Í dag vorum við á ferð um hjólreiðastíginn við Ægisíðu og þegar við beygðum inn á suðurgötustíginn brussuðust þrír hraðhjólamenn fram úr okkur, þar af tveir á hægri hönnd. Engin bjalla notuð. Síðan bitu þeir höfuðið af skömminni með því að fara niður á göngustíginn og héldu þar áfram þrátt fyrir merkta hjólreiðaleið.
Auk þessa mættum við fjölda hjólreiðamanna sem þutu áfram á hraðhjólum sínum og enginn þeirra virtist vera með bjöllu.
Í raun er löngu kominn tími til að lögreglan fari að hafa eftirlit með umferð á hjólreiðastígum og reyni með einhverju móti að lægja þennan yfirgang hraðhjólreiðamanna.
Að lokum skal einnig bent á þá hættu sem skapast þegar foreldrar sleppa ungum börnum sínum út á hjólreiðastígana án eftirlits. Eitt sinn gerðist það að á undan okkur fór 8-9 ára drengur á hjóli. Þegar hann var beðinn að víkja svo að við kæmumst framhjá honum hófst hann handa við að hjóla á undan í krákustígum og það var ekki fyrr en eftir hvassa ábendingu að hann lét undan og sveigði til hægri.
Höfundur er áhugasamur um hjólreiðar og aðrar vistvænar samgöngur.
Í lokin skal tekið fram að mikill meirihluti hjólreiðafólks sýnir tillitssemi, en það virðist orðin len ska á meðal hraðhjólara að vaða áfram og gefa aldrei merki með bjöllu. Sagt er að bjallan þingi svo hjólin að hún dragi úr hraða þeirra!
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Löggæsla, Samgöngur | 6.8.2018 | 14:54 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.