Enn er ráðist að þeim sem eiga undir högg að sækja - lögbann sýslumannsins í Reykjavík

Mér er skapi næst að halda að sýslumaðurinn í Reykjavík láti stjórnast af öðru hvoru - annarlegum hvötum eða af hræðslu við þá sem hann telur meiri máttar. Síðustu dæmin eru lögbannið á Stundina og Kjarnan vegna birtingar gagna sem hefðu hugsanlega komið sér illa fyrir bjarna Benediktsson og hið síðasta lögbann á vistheimili barna í einu af hverfum Reykjavíkur.
Árið 1990 urðu heiftarlegar deilur á Seltjarnarnesi vegna ofstopa fárra íbúa gegn stofnun vistheimilis einhverfra við Sæbraut og gekk héraðslæknirinn í lið með þessu fólki.
Ég var þá formaður Öryrkjabandalagsins og flæktist í málið. Fékk ég Tómas Helgason, lækni, í lið með mér og hittum við héraðslækninn. Var það afar merkilegt viðtal, þar sem Tómas greindi honum frá stofnun heimilis fyrir geðsjúklinga (orðið geðfatlaður hafði ekki verið fundið upp) í Laugaráshverfinu. Greindi Tómas m.a. frá því hvernig tókst að ná sátt um það heimili, en sagði jafnframt að veita hefði þurft nokkrum fjölskyldum aðstoð við að sætta sig við orðinn hlut.
Hvers vegna reyndir sýslumaðurinn í Reykjavík ekki að leita sátta í þessu máli? Kann han ekki að leita sér aðstoðar fagfólks til að sætta málin eða þarf hann sjálfur á aðstoð að halda? Hugsanlega getur Öryrkjabandalagið orðið karlgarminum að liði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband