Það er eitthvað að í ríkisrekstrinum og enginn virðist vita hvernig á að leysa vandann.
Ýmsir tekjustofnar eru markaðir ákveðnum málaflokkum og hefur svo verið áratugum saman. Nefna má gjöld af eldsneyti bifreiða, flugvéla og skipa, veiðigjöld útgerðarfyrirtækja og áður fyrr lög um framkvæmdasjóð fatlaðra, sem voru numin úr gildi fyrir síðustu aldamót. Er þá fátt eitt talið og mörgu sleppt.
Alþingi notar fjárlögin til að seilast í tekjur ríkisins af áður nefndum málaflokkum og er iðulega minnstum hluta teknanna varið til framkvæmda á þeim sviðum sem gjöldin eru tengd. Afleiðingarnar eru m.a. handónýtt vegakerfi með einbreiðum brúm og fleiri dauðagildrum.
Af þessu hlýst alls konar vandi. Nú á enn að auka á vandann og skerða fé til Hafrannsóknastofnunar um 300 milljónir króna á meðan veiðigjöldin skila nokkrum milljörðum í Ríkissjóð.
Rokið er upp til handa og fóta eftir að fjárlög hafa verið samþykkt og tilkynnt um nauðsynlegan niðurskurð.
Slík hagfræði ber vott um fráleita aðferðafræði sem er engum sæmandi. Hið furðulegasta er að sjávarútvegsráðherra virðist þessi ráðstöfun hafa komið algerlega í opna skjöldu og leitar hann nú logandi ljósi að einhverjum aurum til að draga úr skaðanum sem væntanlega hlýst af fyrirhuguðum samdrætti.
Hvenær skyldu Íslendingar hætta að ráðgast með rekstur ríkisins með því handapati sem oft virðist einkenna hann?
Í lokin skal spurt eins og Mao formaður spurði varaforseta sinn, Wang Chen árið 1958, þegar að honum var þjarmað og hann hvattur til að samþykkja hið skelfilega stóra stökk:
"Ég hef ekkert vit á hagfræði en þið ætlist jafnan til að ég taki lokaákvörðunina. Til hvers eru þessir hagfræðingar?"
Tekið skal fram að Wang Chen greindi undirrituðum ásamt fleiri Íslendingum frá þessu í apríl 1981. Og skal þessari fyrirspurn nú beint að íslenskum stjórnvöldum.
Eru hagfræðingar ef til vill óþarfir?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 10.1.2019 | 14:01 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 319774
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.