Rafhjólabyltingin

Rafmagnið sækir stöðugt á í samgöngum hér á landi Rafbílar líða um stræti og þjóðvegi landsins og rafknúnum reiðhjólum fjölgar.

Í sunnudagsblaði Morgunblaðsins í dag er skemmtileg grein um rafreiðhjól eftir Helga Snæ sigurðsson, blaðamann. Rekur hann þar notagildi rafhjóla sem hann telur vera skemmtileg samgöngutæki auk þess sem létt leikfimi fylgir með. Rafmagnið skilar engri orku nema hjólreiðamaðurinn stígi hjólið.
Helgi nefnir m.a. fjóra styrkleika sem hann getur valið eftir því hversu lítið hann vill leggja á sig.
Helgi segist búa í Vesturbænum og séu frá heimili hans 13 km upp í Hádegismóa. Á rafmagnshjóli fer hann þessa vegalengd á um hálftíma.
Það var tvennt sem ég skemmti mér yfir.
1. Ég þekki móður hans og 2. þegar ég var sumarblaðamaður á Morgunblaðinu 2007 og 2008 hjóluðum við Elín nokkrum sinnum vestan af Seltjarnarnesi upp í Hádegismóa. Sýndi hraðamælir hjólsins að það væru um 14 km.
Vorum við u.þ.b. 40-50 mínútur á leiðinni eftir því hvernig vindar blésu. Brekkurnar voru vissulega áskorun og svitnuðum við talsvert. Þá var gott að skella sér í steypibað á jarðhæð Morgunblaðshússins áður en starfið hófst.
Ég reyndi í tvígang að fara með strætisvagni upp í Hádegismóa og tók það um eina klst og 15 mínútur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband