Réttmæt ákvörðun

Þegar fyrstu rafbílarnir frá Nissan komu hingað til lands voru þeir algerlega hljóðlausir. Ýmsir blindir einstaklingar kvörtuðu undan þessum bílum og sögðu m.a. að þeir greindu ekki hljóð frá þeim þegar bílunum var bakkað úr bílastæðum.

Víða í Evrópu hefur þessi umræða verið hávær og núverandi reglugerð um að rafbílar gefi frá sér hljóð þegar þeim er ekið innan við 19 km hraða var sett að kröfu Evrópsku blindrasamtakanna.

Óhætt er að fullyrða að flestir ef ekki allir rafbílar, sem fluttir hafa verið til landsins undanfarin ár séu með hljóðgjafa. Einnig er sérstakt hljóð þegar þeim er ekið aftur á bak.

Þetta hægaksturshljóð greinist vel ef umhverfishávaðinn er ekki mikill. Hið sama má segja um flestar bifreiðar aðrar.

Ef blindur eða sjónskertur vegfarandi ætlar yfir götu þar sem ekki er akrein hlustar hann vandlega eftir umferðinni. Hann greinir hjólbarðahljóðið úr talsverðri fjarlægð og iðulega á undan vélarhljóðinu.

Undirritaður hefur gert á þessu nokkrar tilraunir. Vegahljóð virðist berast úr 50-200 m fjarlægð. Það er þó nokkuð misjafnt eftir tegundum hjólbarða.

Sumar tegundir rafbíla eru með búnaði sem slekkur á vélahljóðinu. Kia Soul hins vegar er með slíkan búnað sem ævinlega er í gangi þegar ekið er hægt. Það er því lítil hætta á að slíkur bíll læðist að vegfarendum.

Taka verður mið af heyrn vegfarenda. Aldrað fólk heyrir iðulega ekki í aðvífandi bílum og af því skapast mikil hætta hvort sem um rabíla eða eiturspúandi hreyfla er að ræða.

.

 


mbl.is Rafbílar verði með vélarhljóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband