Eftir að ég hafði sett upp forritið og skráð mig sem notanda ákvað ég að sækja mér leiðarvísi forritsins á netinu. Þá vandaðist heldur málið því að hér virtist um pdf-skjal að ræða sem forritin mín gátu ekki breytt í texta. Hafði ég samband við þjónustuver Símans og óskaði eftir handbókinni á tölvutæku sniði. Hefur hún enn ekki borist.
Þótt Tölvusíminn sé afar auðveldur í notkun virðast ýmsir annmarkar á forritinu. Ég virðist ekki geta svarað í símann nema ég sé staddur í forritinu þegar síminn hringir og hafist ekkert annað að. Sé ég t.d. í ritvinnslu og síminn hringir virðist ég ekki geta svarað í símann með neinni aðgerð því að blindraletursskjálesarinn minn sýnir enga hnappa sem ég get stutt á.
Þá virðist ég ekki geta notað ýmsa möguleika símans svo sem símaskrá o.fl, sennilega vegna þess að hnapparnir eru myndrænir og ekki er nema að litlu leyti gert ráð fyrir að menn geti notað lyklaborð tölvunnar.
Ef þetta er rétt hjá mér er Tölvusíminn ekki fullþróaður hugbúnaður og vantar nokkuð á að honum sé lokið. Forritið hefur alla burði til þess að geta orðið aðgengilegt svo fremi sem fylgt er þeim stöðlum sem menn hafa orðið ássáttir um í tölvuheiminum.
Mjög einfalt er að hringja úr tölvusímanum. Forritið geymir þau númer sem hringt hefur verið í. Forritið virðist raða þeim eftir töluglildum en ekki eftir því hvenær hringt hefur verið í þau. Ákjósanlegt væri að menn gætu valið hvernig númerunum væri raðað.
Flokkur: Tölvur og tækni | 18.8.2006 | 10:54 (breytt kl. 10:54) | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.12.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skemmtilega orðað að það sé ókeypis að hringja fyrir 900 kr á mánuði.. :) Kostar þá ekki 900 kr að hringja í önnur númer ? Ef þú hringir 1 sinni yfir mánuðinn þá ertu að borga heilar 900 kr fyrir eitt símtal hehehe..... Skrítið hvað við látum plata okkur.. En ég er hjá Hive og þar virkar allt fínt og flott og ég nota heimasímann til að hringja og svara :)
Barbietec(Sigrún Þöll) (IP-tala skráð) 18.8.2006 kl. 11:56
Sama hér, ég sé ekker ókeypis við það að hringja frítt fyrir 900 kall. Hjá hive verð ég því kjurr um sinn;)
Birna M, 18.8.2006 kl. 14:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.