Ljósleiðarinn á Seltjarnarnesi ekki tilbúinn til notkunar?

Það hefur áður komið fram á bloggi þessu að í sumar ákváðum við hjónin að flytja okkur frá Símanum til vodafones með síma- og netþjónustuna. Var það gert m.a. vegna þess að lagður hafði verið ljósleiðari í öll eða flest hús á Seltjarnarnesi og var mér talin trú um að þetta myndi bæta netsambandið og spara okkur stórfé með því að ganga í eina sæng með fyrirtækinu. Tunguliprir sölumenn frá Mömmu riðu baggamuninn. Reynslan hefur orðið þessi:

1. Fljótlega eftir að síminn hafði verið tengdur tók að bera á því að fólk næði ekki sambandi við okkur. Í ljós kom að þeir sem nota tölvusíma geta ekki hringt, ekki virðist hægt að hringja úr öðrum síma sem tengdur er ljósleiðara og sum símanúmer ná hreinlega ekki sambandi. Árangurslaust hefur verið leitað eftir upplýsingum um þetta frá vodafone en án árangurs. Afgreiðslufólkið er hið kurteisastaen segist ekki fá nein svör frá tæknimönnum.

2. Fljótlega uppgötvaði ég að um 10-leytið á kvöldið rofnaði netsambandið. Ýmislegt bendir til þess að um álag sé að ræða. Okkur var talin trú um að gagnaflutningsgetan væri svo mikil að þetta myndi ekki gerast. En þetta hefur nú samt gerst. Ég viðurkenni vað vísu að við fengum hraðari gagnaflutning gegn lægra gjaldi en netsambandið er óstöðugra og það vegur gæfumuninn.

3. Við fórum austur í sveitir um verslunarmannahelgina. Þá sá ég svo að ekki varð um villst að símasamband mitt í GSM var mun verra en eiginkonunnar sem hafði haldið sig við Símann með GSM-símann sinn. Hljóðgæðin hjá vodafone voru þar að auki mun lakari.

Ég las um daginn athyglisverða grein eftir íslenskan doktor í fjarskiptaverkfræði þar sem hann heldur því fram að hægt sé að ná svipuðum hraða í koparstrengjum og ljósleiðurum. Hann heldur því einnig fram að gagnaflutningur virðist ekki henta orkufyrirtækjum. Sé þetta rétt staðfestist enn sá ásetningur minn að skipta aftur yfir til Símans. Það er að vísu dýrara en þjónustan og gæðin vart sambærileg. Þetta þýðir með öðrum orðum að við munum segja upp öllum notum af ljósleiðaranum. Hann er greinilega ekki fullbúinn til notkunar og þeir Orkuveitumenn virðast vart hafa vitað hvað þeir lögðu út í.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Birgisson

Það er nefninlega það.  Það er ekki nóg að stæla sig af því að vera fyrsta ljósleiðaravædda sveitafélag í heiminum ef árangurinn er þessi.  Það er þá ekki í fyrsta sinn sem við Íslendingar stökkvum á nýja tækni sem enn er í mótun.

Árni Birgisson, 28.8.2007 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband