Bloggað á nútímaíslensku

Ég er að hafa áhyggjur af því hvernig málið er að breytast og ég get víst lítið gert til að hamla gegn þessum breytingum.

Ég var að skrifa dálítið um þessar breytingar um daginn og nú er ég að hafa áhyggjur af því að lítil börn eru ekki að skilja það sem ég er að segja. Ég er að halda að það sé vegna þess að ég er stundum að nota sagnbeygingar. En kannski á ég bara að nota nafnhátt allra sagna nema sagnarinnar að vera.

Við hjónin vorum ekki búin að fara til Vestmannaeyja í 5 ár. Um daginn vorum við að ákveða að gera eitthvað í málinu og á endanum vorum við bara að fara þangað öll fjölskyldan hér um bil. Við vorum að fara með Herjólfi á föstudagskvöld og vorum að dveljast í Eyjum fram á miðjan sunnudag en þá vorum við að fara aftur í land.

Það var (verður ekki komist hjá þátíðinni) dálítið merkilegt að fara inn í Dal og liggja þar undir fuglakvakinu. Þá var hljóðheimur bernskunnar að koma aftur til mín og ég var aðmuna hvernig allt var að hljóma þegar ég var lítill. Að öðru leyti er ekkert að segja sérstakt um dvölina nema við vorum að skemmta okkur vel og vorum að hjóla dálítið um eyjuna.

Hvernig tókst mér til? Svona ætla ég aldrei að skrifa framar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sleppa þátíð, allir eru að gera það :

Dálítið merkilegt að fara inn í Dal að liggja þar undir fuglakvakinu.

Hljóðheimur bernskunnar að koma aftur til mín og ég er að muna hvernig

allt er að hljóma í bernsku. Að öðru leyti ekkert að segja sérstakt

um dvölina nema við bara að skemmta okkur vel og að hjóla dálítið um

eyjuna.

Emil (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 03:22

2 Smámynd: Árni Birgisson

Já Arnþór.  Það veraði bara gaman í Eyjum, enda veraði veðrið geðveikt gott.

Árni Birgisson, 31.8.2007 kl. 15:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband