Ég sagði henni að hringingin hefði borist of seint, ég hefði sagt upp áskriftinni hjá þeim og hygðist segja upp ljósleiðaranum. Við hjónin vildum ekki vera tilraunadýr um óákveðinn tíma með öllum þeim óþægindum sem því fylgja: fólk nær ekki sambandi hingað nema úr ákveðnum símanúmerum og netið dettur úr sambandi á álagstímum.
Stúlkan varð ákaflega aum og sagði að sér þætti þetta afar leitt. Það væri aumt, eins og hún orðaði það, að fá hverja hringinguna á fætur annarri um sama efni. Ég sagðist skilja það. Vafalaust væru ýmsir æstir en ég forðaðist það enda væri þetta starfsfólki Vodafones ekki að kenna. Ég minntist ekki á í góðsemi minni að pilturinn sem kom hingað að tengja netið um ljósleiðarann lagði leiðslur um íbúðina enda var hann fenginn til þess á vegum Mömmu. Hann festi þær upp með föndurlími sem er nú löngu þornað og verðum við að grípa til einhverra ráðstafana til þess að festa snúrurnar aftur. Þetta er meiri frágangurinn og Mömmu (ekki minni mömmu) til skammar.
Orkuveitan hefur prangað inn á okkur Seltirninga vöru sem er ekki tilbúin til nokunar. Þetta gerði fyrirtækið líka þegar það hugðist selja aðgang að internetinu um raflagnir. Það var nú meiri vitleysan og furða hvað margir entust lengi í þeirri þjónustu.
Ég legg til að Seltirningar bindist samtökum um að segja upp ljósleiðaratengingunni. Hægt er að fá jafnhraðvirkar og öruggari tengingar eftir öðrum leiðum.
Ef einkafyrirtæki hegðaði sér eins og Orkuveita Reykjavíkur hefur gert væri það löngu skaðabótaskylt. Kannski er eina leiðin sem fær er sú að einkavæða fyrirtækið svo að það fari að haga sér almennilega í almennum samskiptum við fólk.
Orkuveitumenn, hættið að selja fólki gagnadreifingu en beinið kröftunum að rafurmagni og vatni.
Flokkur: Tölvur og tækni | 31.8.2007 | 21:02 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 319702
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég var einmitt með gest í gær þar sem við vorum að ræða þetta mál, þ.e.a.s að fá sér ljósleiðara og þjónustuna á bak við það. Ég velti þeirri spurningu fyrir mér hvort að það sé búið að mynda þjónustuteymi á bak við þessar tengingar. Ég hef reyndar ekki neitt kynnt mér þessi mál, en þar sem er komin nánast engin reynsla á þetta í heimáhúsum (held ég) þá kæri ég mig ekki heldur að vera tilraunardýr og ætti í raun að bjóða upp á sex mánaða fría áskrift svona fyrst í stað meðan verið er að leysa alla lausa enda.
Tek það aftur fram að ég hef ekkert kynnt mér þetta, hef bara fyrirframgreinda skoðun, álit og tilfinningu fyrir þessari "ljósleiðara byltingu" sem á að "bjarga" öllum heimilinum á Íslandi. Þannig að það getur vel verið að ég sé bara að bulla.. sem er hollt af og til :)
Sigrún Þöll, 1.9.2007 kl. 22:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.