Talgervillinn Ragga kemur bráðum út

Þær fréttir hafa borist að Ragga verði gefin út 28. september. Einhverjir hnökrar hafa verið lagfærðir og tíðnisviðið aukið.

Það er varasamt að gefa þennan talgervil út áður en notendur hafa prófað hann. Mér er ókunnugt um a nokkur vanur talgervilsnotandi hafi verið fenginn til að prófa talgervilinn og skrá þær villur sem hann gerir hugsanlega.

Ég beini þeim eindregnu tilmælum til hönnuða talgervilsins að fá einhverja, sem eru vanir að nota slík tól, til þess að prófa Röggu og fresta heldur útgáfunni. Reynsla mín af Snorra og forföður hans er sú að eftir að talgervlarnir voru gefnir út voru þeir aldrei lagfærðir. Ekki var farið eftir ráðeggingum notenda varðandi fyrsta talgervilinn og Snorri var framleiddur án nokkurs samráðs við notendur. Það eru alls konar vitleysur í báðum talgervlunum enda var blandað saman frönsku og íslensku tali.

Þótt Hex hugbúnaðarhús sé alls góðs maklegt hafa þeir ALDREI átt nokkurt samstarf við íslenska notendur talgervils. Þess vegna er enn mikilvægara að prófa talgervilinn vandlega og koma því svo fyrir að sem flestir verði ánægðir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband