Fara umhverfissinnar villir vega?

Mér brá þegar ég hlustaði á ríkisútvarp allra landsmanna í hádeginu. Þar var því haldið fram að evrópskir vísindamenn hefðu komist að því að eldsneyti, sem unnið er úr Maís og Repju, mengaði meira en jarðeldsneyti.

Nú fer því fjærri að ég sé vísindamaður. Þó get ég ekki neitað því að stundum velti ég því fyrir mér hvort ekki yrði einhver mengun af því að breyta gróðrinum í eldsneyti. Mig skorti þekkingu til þess að átta mig á því hvar slíkt mengunarferli hæfist og endaði. En nú virðist sem sagt komið í ljós að mannkynið verði að finna sér aðrar orkulindir en jarðargróðurinn. Þar með eru foknar út í veður og vind vonir Íslendinga um að verða útflytjendur eldsneytis.

Einhver umræða hlýtur að verða í kjölfar þessarar fréttar og menn hljóta að endurskoða allar áætlanir um gróðureldsneyti á bifreiðar.

Annars var örlítið ljós í myrkrinu. Þegar gróðureldsneyti brennur verður m.a. til hláturgas. Hlátur lengir lífið og því má vænta þess að menn lifi mun lengur og verði miklu hamingjusamari en áður ef haldið verður áfram að framleiða þetta eldsneyti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband