Steingrímur Hermannsson ómyrkur í máli um Framsóknarflokkinn og græðgisvæðinguna

Ég hlustaði í morgun á Sunnudagskvöld með Evu Maríu. Gaman var og fróðlegt að hlýða viðtalinu við minn gamla formann, Steingrím Hermannsson.

Ýmislegt rifjaðist upp fyrir mér á meðan ég hlustaði og þar á meðal að Steingrímur lagði Öryrkjabandalagi Íslands mikið lið á 9. áratugnum og í upphafi þess 10. með því að koma í veg fyrir ýmis áform um eyðileggingu velferðarkerfisins. Þessar hugmyndir áttu rót sína bæði innan Framsóknar- og Alþýðuflokksins. Í raun held ég að þau hafi þarna verið bandamenn, Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur.

Merkilegt hvernig sum mannanöfn verða eins og eins manns nöfn á meðan fólkið er uppi. Nú er allt í einu einn Geir, ein Jóhanna og einn Davíð. Og ennþá er bara einn Steingrímur. Megi hann lifa sem lengst og líði honum sem best.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband