Þetta er með ólíkindum, ef satt reynist, og mér dettur ekki í hug að rengja Einar. Ég veit að hljóðritunartæki bera aukagjöld en mér flaug ekki í hug að hjálpartæki beri slík gjöld. Ekki er hægt að hljóðrita með almennum Daisy-spilurum en það er hins vegar hægt með sumum mp3-tækjum. Þótt einungis sé um mjög léleg hljómgæði að ræða eru þeir samt flokkaðir með hágæða atvinnutækjum.
Einhver maðkur er hér í mysunni og fyndist mér að samtök eins og blindrafélagið, ættu fyrir löngu að hafa gert atlögu að stjórnvöldum í sambandi við þetta. Nú er ég að vísu ekki í félaginu en dettur samt í hug að ráða þyrfti lögfræðing til starfa til þess að fara yfir ýmsa vankanta á íslenskum lögum sem snertamálefni blindra og leggja fram fullmótaðar tillögur um breytingar á þeim. Ég var talsmaður slíkra hugmynda fyrir nokkrum árum en var ekki gefið tækifæri til að hrinda þeim í framkvæmd. Samtök fatlaðra verða að taka upp önnur vinnubrögð til þess að þoka málum sínum áleiðis með öðrum hætti en hingað til hefur þekkst.
Þetta rifjar upp óþægilegar minningar um það þegar söluskatturinn sálugi var lagður niður og virðisaukaskattur tekeinn upp í staðinn. Þá reyndi Öryrkjabandalagið árangurslaust (og Blindrafélagið) að fá virðisaukaskatt af hjálpartækjum felldan niður. Það bar engan árangur en Sjónstöð Íslands var heitið hærri framlögum vegna hjálpartækja sem næmi virðisaukaskattinum. Við þetta var ekki staðið.
Nú er lag til breytinga og maður skyldi ætla að fatlaðir þingmenn gengju í lið með félögum sínum í þessu máli.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 25.10.2007 | 14:55 (breytt 28.10.2007 kl. 00:56) | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 319699
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hmmm
ég prófaði að smella á hnapp sem breytir litunum á síðunni og þeir kjósa að hafa skærgula stafi á hvítum grunni, einhvernvegin efast ég um að sjónskertur einstaklingur sjái þetta mjög vel þar sem ég get ekki einu sinni lesið hvað stendur þarna með eða án gleraugna.
Einnig fer útlitið smá í klessu þegar þessi fídus er settur á
Síðan er mjög lengi að hlaða sig upp í mörgun tilfellum og icon koma seint og illa inn.
Einnig eru síður tómar hjá þeim eins og Tjón-->Neyðarþjónusta, stendur ekkert þar inni.
Einnig eru villuskilaboð mjög óskýr og koma villuskilaboð eins og *81 sem segir mér ekki neitt.
Þegar ég slæ inn ákv tákn í fasteignatryggingarreitin þá "fokkast" allt útlit og hlutir fara yfir hvorn annan og ekki hægt að sjá hvað eigi að gera á síðunni og fleira og fleira og fleira og fleira :)
Sigrún Þöll, 25.10.2007 kl. 20:23
þetta átti að vera við TM bloggið :)
Sigrún Þöll, 25.10.2007 kl. 21:00
Það er enginn vefur fullkominn og ekkert af þessu (fyrir utan litina) flokkast undir aðgengi, heldur kerfisvillur jafnvel eða tæknilegar villur sem að sjálfsögðu ætti að leysa en er ekki aðalmálið hjá okkur. Maður finnur örugglega villur ef maður leitar að þeim en ég hef aldrei nokkurn tímann eftir 4 ár fengið upp villu á þessum vef.
Þú getur breytt litaskemanu eins og þér hentar (með stillingar.is) og þriðji A hnappurinn á að detta út þar sem stillingar.is koma í staðinn. Þú ert að vísa í hnappinn sem á að detta út.
Og reyndar það sem hentar einum sjónskertum einstaklingi hentar ekki öðrum enda eru þessir einstaklingar jafn ólíkir og við erum ólík. Sama með lesblinda. Það eru 50 afbrigði til af lesblindu og það sem hentar einum, hentar ekki öllum. Sumum hentar að lesa ljósbrúnan texta á rauðum grunni, svo dæmi sé tekið! Stillingar.is nýtast lesblindum sérstaklega vel sem og sjónskertum því þar geta þeir stjórnað öllu.
Æ ég veit ekki er ekki bara betra að vera jákvæður og einblína á það sem vel er gert þ.e. margra ára vinnu sem er að skila sér fyrst núna með hjálp góðs fólks þ.m.t. fatlaðra? Ég veit allavega að bæði fatlaðir og ófatlaðir eru afar sáttir og fólk skiptir töluvert yfir í TM með viðskipti sín. Það var að minnsta kosti ógleymanlegt þegar blind kona hvíslaði í eyrað á mér í gær: "Sigrún, þakka þér fyrir, þetta er svo stór dagur.... ég mun aldrei gleyma honum".
Sigrun Thorsteinsdottir (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 08:31
tja..
Eins og að segja að aðgengi inn í Kringluna sé mjög gott fyrir fatlaða en svo virka hurðirnar stundum og stundum ekki, gólfið sé hallandi á kafla og óvæntir hlutir detta fyrir framan þig þegar þú gengur inn ;)
Sigrún Þöll, 26.10.2007 kl. 13:15
Því er ég reyndar algjörlega ósammála enda ekki hægt að bera þetta saman. Jú kannski með því að segja að stundum virki hurðirnar ekki....þegar maður stingur priki á milli stafs og hurðar? Kerfisvillur eða tæknilegar villur hafa lítið með aðgengi að gera. Hvort sem farið er eftir gátlistum eða ef þú talar við notendur TM þá hefur það að lenda í villu lítið með aðgengi að gera (user annoyance jú en aðgengi að lang stærstum hluta, nei). Það að lenda stundum í villum (sem leitað er kerfisbundið eftir) hefur lítið með það að geta notað vefinn dags daglega án skakkafalla. Ég hef notað þennan vef gríðarlega mikið í 4 ár, á hverjum degi og aldrei hefur komið upp villa. Það hlýtur að segja eitthvað. Ég hef notað vefinn eins og almennur notandi og með hjálp fatlaðra notenda, aldrei vandamál nema tengd aðgengi sem voru lagfærð. Ég er ekki að nota vefinn sem tölvunar- eða kerfisfræðingur í leit að villum.
Það er töluvert gáfulegra að mínu mati að eyða tíma notenda, fatlaðra og ófatlaðra, fyrirtækisins OG forritara í að leiðrétta stór vandamál á vefnum heldur en að þefa uppi smávægilegar villur. Það er alltaf spurning hvar á að leggja peningunum og varðandi TM hefur það komið berlega í ljós hvar honum var best varið. Ánægja notenda finnst mér hafa þar sterkustu röddina.
Sigrún Þorsteinsdóttir (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 21:46
Sæl, Sigrún Þöll.
Mér þykja skrif þín um aðgengi heimasíðiðu TM heldur hvimleið og skil ekki tilganginn með þeim. Þú fellur kylliflöt í þá grifju að fjalla um hluti sem kerfisfræðingur en ekki notandi. Það að auki sýnast mér athugasemdir þínar málinu alls kostar óskyldar. Litasamsetningunni getur þú ráðið sjálf á skjánum. Ég hef þraytreynt þessa síðu og aldrei rekist á einhverja villu í forritun sem torveldar aðgengi. Tekið skal fram að ég er ekki kerfisfræðingur og kann ekki að leita þær uppi enda myndi ég seint gera það nema það þjónaði þeim tilgangi að bæta aðgengið.
Það hefur í tvígang gerst að ég hafi þurft að fjarlægja tiltekna bloggfærslu af síðunni vegna athugasemda sem hafa í raun gengið þvert á það velsæmi sem ætlast má til að fólk sýni hér á vefnum. Ég vona að til slíks þurfi ekki að koma og bið þig því vinsamlegast að halda þér við það efni sem höfundur bloggsins skrifar um. Athugasemdir þínar að undanförnu, einkum athugasemd merkt sem nr. 4, er þér ekki sæmandi og hreinn útúrsnúningur.
Með vinsemd, Arnþór Helgason
Arnþór Helgason, 27.10.2007 kl. 23:46