Níðangursandi íþróttanna

Í morgun var gerð tilraun til þess að taka fjarstaddan mann af lífi í beinni útsendingu Ríkisútvarpsins. Það var Eyjólfur Sverrisson, blóraböggull íslenska landsliðsins í knattspyrnu sem var til umræðu.

Sveinn Helgason, hinn ágæti fréttamaður Ríkisútvarpsins og yfirleitt hinn vandvirkasti, sótti þar að Einari Þorsteinssyni, formanni KSÍ með alls konar spurningar á lofti sem bentu til þess að hann væri í vafa um hæfni Eyjólfs Sverrissonar.

Ég hef ekki mikinn áhuga á knattspyrnu, finnst íþróttin ef íþrótt skyldi kalla komin út í öfgar og ekkert sem tengir landsliðið við áhugamennsku, enda verður að halda sumum íþróttaféögum gangandi með því að flytja inn erlenda leikmenn. Íslendingar hafa löngum verið þeirrar skoðunar að þeir séu á meðal bestu knattspyrnumanna heims. Samt tapa þeir hverjum leiknum á fætur öðrum og eru svo hrokafullir að þeir skammast sín fyrir að tapa fyrir smáþjóðinni Lichtenstein. Fyrir mér horfir málið þannig við að ég styð allar smáþjóðir í íþróttaleikjum gegn Íslendingum.

Eyjólfur Sverrisson hefur af mikilli prúðmennsku svarað spurningum fréttamanna um leik liðsins við Lichtenstein-búa og segist halda að hann geti bætt árangur liðsins. Á Morgunvakt Ríkisútvarpsins kom m.a. fram að menn reita saman leikmenn í landsliðið héðan og þaðan og þjálfarinn fær eingöngu að hafa þá undir sinni stjórn í skamma stund fyrir hvern leik. Þannig tekst aldrei að skapa góða liðsheild.

Það er ekki Eyjólfur sem á sök á tapinu gegn Lichtenstein. Það er landsliðið. Því ber að skipta um landslið. Nýr þjálfari breytir þar engu. Við höfum á undanförnum heyrt allt of mögg dæmi um þjálfara sem eiga að bjarga Íslendingum frá skömm. Landsliðið kærir sig einfaldlega ekki um það.

Ég vona að ekki takist að reita af Eyjólfi æruna og óska honum alls góðs í framtíðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr, heyr! Ég stend upp fyrir þessu bloggi vinur!

Ragnar (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband