Bláir skuggar, myljandi góður djassþáttur

Ég hlustaði á djassþátt Kolbrúnar Lönu Eddudóttur í Ríkisútvarpinu, á rás 1, í fyrrakvöld. Þar kynnti hún m.a. nýja hljómplötu Sigurðar Flosasonar, saxófónleikara, en með honum leika þeir Jón Páll Bjarnason, Þórir Baldursson og Pétur Östlund.

Ég þekki allvel til leiks Sigurðar, Þóris og Jóns Páls. En ég hafði ekki áttað mig á því hversu hrífandi slagverksleikari Pétur Östlund er. Þessi hljómplata, sem Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson gefur út, er hreint listaverk og tónlist Sigurðar Flosasonar afbragðsgóð. Mér finnst eins og þetta sé í fyrsta sinn sem ég heyri íslenskan djass sem stenst samanburð við það fremsta sem gert hefur verið á þessu sviði. Hér er engin stæling á ferðinni heldur frumleg sköpun byggð á næmni og þekkingu.

Lana Kolbrún hefur einstaklt lag á að kynna djassinn þannig að hann veki áhuga hlustenda. Hún er verðugur arftaki Jóns Múla Árnasonar sem kynnti þessa tónlistarstefnu öðrum mönnum betur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Þarf greinilega að hlusta

Einar Bragi Bragason., 10.11.2007 kl. 01:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband