Umhyggja stjórnvalda fyrir velferð Benazir Bhutto

Þar kom að því. Hús Benazir Bhutto hefur verið girt af. Hún hefur harðlega gagnrýnt neyðarlögin sem Pervez Musharraf setti um daginn. Í dag ætlaði hún að vera í fararbroddi mótmælagöngu í Rawalpindi en sjálfsagt verður ekkert af því.

Pervez Musharraf er umhyggjusamur og hefur látið lögreglu girða af hús hennar til þess að henni verði ekki unnið mein. Sagt er að hún sé frjáls ferða sinna. Reyni hún hins vegar að stofna til óeirða verði gripið í taumana.

Svona hagar þá besti vinur Georgs Runna, Bandaríkjaforseta, sér í baráttunni gegn hryðjuverkum. Skyldu þeir félagarnir, runni og Musharraf ekki hafa stuðlað að fleiri hryðjuverkum með aðgerðum sínum en flestir aðrir? Eru þeir ef til vill mestu hryðjuverkamenn heims ásamt forystumönnum Ísraels?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband